Árið 1983 starfaði á höfuðborgarsvæðinu hljómsveitin Tíví í fáeina mánuði en meðlimir hennar komu úr ýmsum áttum.
Það voru þau Einar Jónsson söngvari og gítarleikari, Sigurður Reynisson trommuleikari, Bjarni [Sveinbjörnsson?] bassaleikari, Edda Borg hljómborðsleikari og söngkona sem gekk undir nafninu Tircy, sem skipuðu Tíví.
Sveitin var stofnuð um vorið og starfað eitthvað fram á haustið en þá lagði hún upp laupana.