E.J. bandið (1996)

engin mynd tiltækE.J. bandið var pöbbaband starfandi 1996 en það var samstarf Einars Jónssonar söngvara og gítarleikara og Færeyingsins Jens Tummas Næss söngvara og bassaleikara. Einar hafði áður starfað með Torfa Ólafssyni undir nafninu E.T. bandið.

Þeir félagar störfuðu líkast til í stuttan tíma og höfðu með sér trommuheila til uppfyllingar.