Við þrjú [1] (1973-76)

Við þrjú

Þjóðlagatríóið Við þrjú vakti nokkra athygli um miðjan áttunda áratug síðustu aldar án þess þó að senda frá sér plötu, tríóið kom fram m.a. á skemmtunum sem Ferðaleikhúsið stóð fyrir, á héraðsmótum hjá framsóknarflokknum og á hvers kyns þjóðlagahátíðum sem haldnar voru á þessum árum.

Meðlimir tríósins voru Ingibjörg Ingadóttir, Guðjón Þór Guðjónsson og Sturla Erlendsson en Haraldur Baldursson tók síðar við hlutverki Guðjón. Ekki liggja fyrir upplýsingar um söng- eða hljóðfæraskipan hópsins en einhverju sinni kom Sigurður Árnason fram með þeim og lék á gítar.