Vignir Daðason (1962-)

Vignir Daðason

Vignir Daðason tónlistarmaður frá Keflavík hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina og einnig sent frá sér plötu með frumsömdu efni.

Vignir (fæddur 1962) var um tvítugt þegar hann vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Coda frá Keflavík en þar söng hann. Hann starfaði í kjölfarið með fleiri sveitum s.s. Kjarnorkublúsurunum, Blúsbroti, Glebroti og Gabríel en flestar þessara sveit léku blús eða skylda tónlist, Vignir var þar söngvari en þótti einnig liðtækur munnhörpuleikari. Vignir kom ennfremur stundum fram einn síns liðs á sviði og hefur einnig sungið með Karlakór Keflavíkur.

Vorið 1996 gaf Vignir út plötuna Loksins en þar naut hann liðsinnis nokkurra kunnra tónlistarmanna, Friðriks Sturlusonar (Sálin hans Jóns míns o.fl.), Þórs Sigurðssonar (Deep Jimi & the Zep Creams o.fl.) og fleiri, sem fengu nafnið Blazt. Platan sem hafði að geyma frumsamið efni, fékk varla nema sæmilega dóma í Morgunblaðinu.

Lítið hefur spurst til Vignis á tónlistarsviðinu síðan platan kom út en hann hefur á síðustu árum starfrækt ásamt fleirum hljómsveitina Iceland express.

Efni á plötum