Sólskinsbræður (1972-73)

Sólskinsbræður var söngkvartett menntaskólanema sem kom nokkuð fram opinberlega veturinn 1972-73. Þetta voru þeir Egill Ólafsson, Páll Gunnlaugsson, Frosti Fífill Jóhannsson og Haukur Þórólfsson en Áslaug Halldórsdóttir annaðist undirleik hjá hópnum.

Svo virðist sem Sólskinsbræður, sem komu út Menntaskólanum við Hamrahlíð, hafi fyrst komið fram í skemmtiþætti Ríkissjónvarpsins haustið 1972 og fengið þar nógu mikla athygli til að fá nokkur verkefni í hendurnar í kjölfarið. Ekki virðist þeir þó hafa starfað lengi enda útskrifuðust þeir líklega flestir með stúdentspróf um vorið 1953