Sóldögg (1994-)

Hljómsveitin Sóldögg var með þekktustu ballhljómsveitum Íslands um aldamót og telst til aldamótahljómsveitanna svonefndu. Sveitin sendi frá sér ógrynni vinsælla laga á sínum tíma, var alveg við toppinn en náði þangað þó aldrei alveg og má e.t.v. um kenna að hún markaði sér aldrei hreina stefnu, var á mörkum þess að vera hreinræktuð sveitaballapoppsveit annars…

Sólskinskórinn [1] (1973-75)

Margir þekkja Sólskinskórinn svokallaða enda naut hann fádæma vinsælda í kringum miðjan áttunda áratug síðustu aldar þegar hann kom við sögu á tveimur plötum og söng þá lög eins og Sól, sól skín á mig, Kisu tangó og Syngjandi hér, syngjandi þar. Kórinn var þó aldrei starfandi sem eiginlegur kór. Það mun hafa verið að…

Sólskinskórinn [1] – Efni á plötum

Sólskinskórinn – Sólskinskórinn syngur fjögur ný barnalög [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 573 Ár: 1973 1. Sól skín á mig 2. Kisu tangó 3. Dönsum dátt 4. Sirkusinn er hér Flytjendur: Sólskinskórinn – söngur undir stjórn Magnúsar Péturssonar hljómsveit undir stjórn Magnúsar Péturssonar: – Magnús Pétursson – píanó – [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Þrjú…

Sóldögg – Efni á plötum

Sóldögg – Klám Útgefandi: BÖGG Útgáfunúmer: BÖGGCD 001 Ár: 1996 1. Slím 2. Loft 3. Tusa 4. Kox 5. Lísa Flytjendur: Bergsveinn Arilíusson – söngur Eiður Alfreðsson – bassi Baldvin A. B. Aalen – trommur Stefán H. Henrýsson – hljómborð Ásgeir J. Ásgeirsson – gítar Pétur Guðmundsson – raddir Sóldögg – Breyt’um lit Útgefandi: Skífan…

Spilafíklarnir (2001-05)

Tríóið Spilafíklarnir (Spilafíklar) lék mikið á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins í upphafi aldar en sveitin starfaði á árunum 2001 til 2005, sveitin lék mikið á stöðum eins og Dubliner, Celtic Cross og Fógetanum og er hér giskað á að írsk kráartónlist hafi verið uppistaðan í lagavali hennar. Meðlimir Spilafíklanna eru sagðir vera þeir Binni [?] bassaleikari, Guðni…

The Spiders (um 1976-80)

Tríó sem bar nafnið The Spiders starfaði í Garðabæ á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum sem voru líklega um tíu ára aldur þegar sveitin var stofnuð, árið 1976 en hún starfaði með hléum og mestmegnis yfir sumartímann. Það voru þeir Hilmar Jensson gítarleikari, Matthías M.D. Hemstock trommuleikari og Valdimar…

Spesía (1996-98)

Spesía var ballhljómsveit sem starfaði á Egilsstöðum um og eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Spesía var líklega stofnuð árið 1996 en sveitin lék nokkuð á dansleikjum eystra, s.s. þorrablótum auk almennra dansleikja, þá lék sveitin m.a. á dansleik í kjölfar fegurðarsamkeppni Austurlands þar sem hún var með aukahljóðfæraleikara með sér auk söngkonu, Estherar Jökulsdóttur.…

Speni frændi og sifjaspellarnir (1992-94)

Keflvíska hljómsveitin Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði á fyrri hlutu tíunda áratugar síðustu aldar og átti þá eitt lag á safnplötu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði nákvæmlega en hún var að minnsta kosti starfrækt frá haustinu 1992 og fram eftir árinu 1993 – lék t.a.m. á tónleikum Óháðu listarhátíðarinnar…

Spegill spegill (1981-82)

Hljómsveitin Spegill spegill starfaði í nokkra mánuði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1981-82 og lék frumsamda tónlist á nokkrum tónleikum, einkum í félagsmiðstöðvum en einnig á N.E.F.S. samkomu í Félagsstofnun stúdenta. Sveitina skipuðu þau Jóhannes Grétar Snorrason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og söngvari, Gísli Kristinn Skúlason trommuleikari og Kristín Þorsteinsdóttir hljómborðsleikari. Spegill spegill lék rokk sem teygði…

Spilverk (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Spilverk en hún var skráð til leiks í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík haustið 1999. Svo virðist sem Spilverk sem kom úr Garðabæ, hafi annað hvort ekki mætt til leiks í Rokkstokk eða að hún hafi skipt um nafn fyrir keppnina því hvergi er hana að finna…

Spilliköttur (1983-85)

Hljómsveitin Spilliköttur var ein af þeim fjölmörgu tilraunakenndu sveitum sem störfuðu í kjölfar nýbylgjusenunnar í byrjun níunda áratugnum en hún var starfrækt í Kópavogi, vöggu pönksins. Meðlimir Spillikattar voru þeir Sigurður Halldórsson bassaleikari, Ingólfur Örn Björgvinsson saxófónleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en þeir voru þá á sama tíma einnig í hljómsveitinni Gakk, við fjórða mann.…

Spilverk sóðanna (1991)

Hljómsveit sem bar nafnið Spilverk sóðanna var ein af fjölmörgum sveitum sem keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húnaveri um verslunarmannahelgina 1991. Óskað er eftir upplýsingum um Spilverk sóðanna, hverjir skipuðu sveitina og hljóðfæraskipan, auk annarra almennra upplýsinga um hana.

Afmælisbörn 25. maí 2022

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fimmtíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með…