Spesía (1996-98)

Spesía var ballhljómsveit sem starfaði á Egilsstöðum um og eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar.

Spesía var líklega stofnuð árið 1996 en sveitin lék nokkuð á dansleikjum eystra, s.s. þorrablótum auk almennra dansleikja, þá lék sveitin m.a. á dansleik í kjölfar fegurðarsamkeppni Austurlands þar sem hún var með aukahljóðfæraleikara með sér auk söngkonu, Estherar Jökulsdóttur.

Meðlimir Spesíu voru Björn Hallgrímsson söngvari og bassaleikari, Halldór Benediktsson hljómborðsleikari, Jón Kr. Arnarson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari.

Sveitin átti lag á safnplötunni Í laufskjóli greina, sem Egilsstaðabær gaf út árið 1997 í tilefni afmælishátíðar bæjarins.