Sororicide (1989-95)

Dauðarokksveitin Sororicide skipar stóran sess í þeirri vakningu sem varð á Íslandi í þungu rokki í kringum 1990, þótt sveitin væri ekki endilega sú fyrsta til að leika slíka tónlist þá ruddi hún ákveðna braut með sigri í Músíktilraunum (reyndar undir nafinu Infusoria), gaf út plötu fyrst slíkra sveita og var þannig í fararbroddi þeirrar…

Sóló [1] (1961-80 / 2017-)

Hljómsveitin Sóló var ein allra vinsælasta bítlasveitin sem spratt fram á sjónarsviðið fyrir og um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og telst meðal stærstu nafnanna þegar kemur að uppgjöri við það tímabil, Sóló gaf aldrei út plötu á sínum tíma en hver veit hvað hefði gerst hefðu þeir fengið tækifæri til þess því sveitin hafði…

Sororicide – Efni á plötum

Sororicide – The Entity Útgefandi: Platonic records Útgáfunúmer: PLALP3 Ár: 1991 & 2017 1. Human recycling 2. Anger of the inferior 3. Redrum 4. Blind 5. Vivisection 6. The entity 7. Saturated 8. Sick interment 9. Sororicide 10. Old Flytjendur: Gísli Sigmundsson – bassi og raddir Fróði Finnsson – gítar Guðjón Óttarsson – gítar Karl…

Sóló [2] [umboðsskrifstofa] (1984-85)

Umboðsskrifstofa starfaði um tveggja ára skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar undir nafninu Sóló en fyrirtækið var starfrækt 1984-85. Það var Viðar Arnarson sem var eigandi Sóló og framkvæmdastjóri, og líkast til eini starfsmaður fyrirtækisins. Hann hafði m.a. á snærum sínum Bubba Morthens en vakti þó mest athygli fyrir hæfileikakeppni sem hann hélt utan…

Sóló [1] – Efni á plötum

Sóló – Fimmtíu árum síðar Útgefandi: Sóló Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2018 1. Apache 2. Alice 3. One way ticket 4. Theme for young lovers 5. Viltu með mér vaka í nótt 6. When you walk in the romm 7. Help me make it through the night 8. In your arms 9. Commander go 10.…

Spartakus [2] (1997)

Hljómsveitin Spartakus var starfrækt á Akranesi, líkast til innan Fjölbrautaskóla Vesturlands því sveitin tók þátt í tónlistarkeppni nemendafélags FVA haustið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Magni Jónsson söngvari, Bjarki Þór Jónsson gítarleikari, Þórður B. Ágústsson bassaleikari, Snæbjörn Sigurðarson hljómborðsleikari, Vilhjálmur Magnússon trommuleikari og Óli Örn Atlason gítarleikari en þannig var Spartakus skipuð þegar tvö lög…

Spartakus [1] (1976-79)

Heimildir um hljómsveitina Spartakus sem starfaði á sínum tíma í Neskaupstað eru af skornum skammti og því er leitað til fróðra um upplýsingar um þessa sveit. Fyrir liggur að Spartakus var starfandi árin 1976 og 77 en þá var hún mjög virk á heimavelli, lék mikið á dansleikjum í Egilsbúð en einnig víðar á austanverðu…

Sólskinskórinn [2] (2001-02)

Kór starfaði innan Söngseturs Estherar Helgu Guðmundsdóttur undir nafninu Sólskinskórinn en fátt meira liggur fyrir um þennan kór s.s. á hvað aldri kórmeðlimir voru – hvort um var að ræða barnakór eða með eldra söngfólki. Sólskinskórinn starfaði að minnsta kosti á árunum 2001 og 2002, og þá líklega undir stjórn Estherar Helgu en óskað er…

Speedwell blue (1995)

Pöbbasveitin Speedwell blue starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og lék mjög víða um land á þeim tíma. Sveitin var stofnuð vorið 1995 af Englendingnum Eric Lewis söngvara og gítarleikara sem hér var staddur og fékk hann til liðs við sig Brynjar Brynjólfsson bassaleikara og Hafþór Guðmundsson trommuleikara sem léku með honum fyrst um sinn.…

Speed diffusion (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Ísafirði í kringum 1990 og bar heitið Speed diffusion en ekkert liggur fyrir um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraleikara annað en að Arnþór Benediktsson var líklega bassaleikari sveitarinnar.

Spectrum [1] (1998)

Dúettinn Spectrum var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 en komst þar ekki í úrslit. Spectrum, sem var úr Hafnarfirði var skipaður þeim Atla Má Þorvaldssyni og Þresti Sveinbjörnssyni sem báðir léku á hljóðgervla. Svo virðist sem dúettinn hafi ekki verið langlífur.

The Special McHenry coctail shake band (um 1975)

Lítið er vitað um hljómsveit sem bar heitið The Special McHenry coctail shake band en hún gæti hafa starfað í Hagaskóla í kringum miðjan áttunda áratuginn, líklega 1975. Eggert Pálsson var líkast til trommuleikari sveitarinnar og Friðrik Karlsson gítarleikari hennar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar.

Afmælisbörn 18. maí 2022

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextíu og fimm ára gamall. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið í má…