Sóló [2] [umboðsskrifstofa] (1984-85)

Umboðsskrifstofa starfaði um tveggja ára skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar undir nafninu Sóló en fyrirtækið var starfrækt 1984-85.

Það var Viðar Arnarson sem var eigandi Sóló og framkvæmdastjóri, og líkast til eini starfsmaður fyrirtækisins. Hann hafði m.a. á snærum sínum Bubba Morthens en vakti þó mest athygli fyrir hæfileikakeppni sem hann hélt utan um á skemmtistöðunum Safarí og Hollywood, þar voru haldin undankvöld og síðan úrslitakvöld þar sem Guðjón Guðmundsson (Gaui) bar sigur úr býtum en hann gaf síðar út sólóplötu, meðal annarra keppenda má nefna Sverrir Stormsker, Sigurð Dagbjartsson og Ósk Óskarsdóttur.

Sóló lagði upp laupana fljótlega eftir hæfileikakeppnina vorið 1985.