Soffía og Anna Sigga (1958-61)

Tvíeykið Soffía og Anna Sigga voru víðfrægar í kringum 1960 og skipuðu sér þá í hóp skemmtikrafta dúetta eins og Baldur og Konni og Gunnar og Bessi, þær voru jafnframt meðal allra fyrstu barnastjarna Íslandssögunnar. Þær Soffía Árnadóttir (f. 1949) og Sigríður Anna Þorgrímsdóttir (f. 1947) voru ungar að árum þegar þær urðu stjörnur í…

Soffía og Anna Sigga – Efni á plötum

Soffía og Anna Sigga / Gerður Benediktsdóttir – Órabelgur / Æ, ó, aumingja ég [ep] Útgefandi: Stjörnuhljómplötur Útgáfunúmer: STPL 1 Ár: 1959 1. Órabelgur 2. Æ, ó aumingja ég Flytjendur: Soffía Árnadóttir – söngur Sigríður Anna Þorgrímsdóttir – söngur Gerður Benediktsdóttir – söngur Tríó Árna Ísleifs; – Árni Ísleifsson – píanó – Karl Lilliendahl – gítar – Pétur Urbancic – kontrabassi      …

Solveig Thorarensen – Efni á plötum

Jóhann Möller og Tóna systur [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfuár: IM 78 Ár: 1955 1. Þú ert mér kær 2. Pabbi vill mambó Flytjendur: Jóhann Möller – söngur hljómsveit Jan Morávek; – Jan Morávek – píanó – Pétur Urbancic – kontrabassi – José Riba – slagverk – Þorsteinn Eiríksson – trommur Tóna systur; – Eygló Viktorsdóttir – raddir – Hulda Viktorsdóttir –…

Solveig Thorarensen (1933-2020)

Solveig Thorarensen var ein af fyrstu dægurlagasöngkonum landsins og var orðin býsna þekkt um tvítugt, hún eins og svo margar aðrar slíkar söngkonur um það leyti hætti að mestu að syngja upp úr tvítugu og sneri sér að húsmóðurhlutverkinu. Solveig Óskarsdóttir Thorarensen (oft ritað Sólveig) fæddist í Reykjavík haustið 1933. Hún gekk í Menntaskólann í…

Sólarkvartettinn (1996-97)

Sólarkvartettinn var að öllum líkindum söngkvartett, starfandi á Ísafirði veturinn 1996-97 að minnsta kosti. Hér er giskað á að Sólarkvartettinn hafi verið starfræktur innan Sunnukórsins en frekari upplýsingar óskast um hann.

Sókrates [3] (um 1992)

Hljómsveit að nafni Sókrates mun hafa verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu árið 1992 eða um það leyti, líkur eru á að um rokksveit hafi verið að ræða. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit.

Sólskinsbræður (1972-73)

Sólskinsbræður var söngkvartett menntaskólanema sem kom nokkuð fram opinberlega veturinn 1972-73. Þetta voru þeir Egill Ólafsson, Páll Gunnlaugsson, Frosti Fífill Jóhannsson og Haukur Þórólfsson en Áslaug Halldórsdóttir annaðist undirleik hjá hópnum. Svo virðist sem Sólskinsbræður, sem komu út Menntaskólanum við Hamrahlíð, hafi fyrst komið fram í skemmtiþætti Ríkissjónvarpsins haustið 1972 og fengið þar nógu mikla…

Sólseturskórinn [1] (1982-94)

Lítið er vitað með vissu um kór eldri borgara sem starfaði við Neskirkju á níunda og tíunda áratugnum en hann mun á einhverjum tímapunktum hafa verið kallaður Sólseturskórinn (Sólseturkórinn). Fyrir liggur að Reynir Jónasson (harmonikkuleikari) stjórnaði kór eldri borgara við Neskirkju haustið 1982 en hann var þá organisti við kirkjuna. Svo virðist sem kórinn hafi…

Sólblóma [4] (2012)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 2012 undir nafninu Sólblóma. Líklegt er að hér hafi verið á ferð eins konar ballsveit en ekkert liggur fyrir um hana, hvorki upplýsingar um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan né starfstíma eða annað.

Sólblóma [2] (1994)

Hljómsveitin Sólblóma var ekki starfandi hljómsveit en það nafn var sett á hljómsveitina SSSól þegar Þorsteinn G. Ólafsson söngvari Vina vors og blóma tróð upp með sveitinni með skömmum fyrirvara sumarið 1994 eftir að Helgi Björnsson hafði forfallast en hann hafði þá hlotið blæðandi magasár á Gauki á Stöng og lá á sjúkrahúsi. Líklega lék…

Sólblóma [1] (1991)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Sólblóma sem starfaði haustið 1991 en sveitin lék um það leyti á Hótel Borg. Líklegt er að Sólblóma hafi verið af höfuðborgarsvæðinu en allar upplýsingar vantar um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.

Sex í kór (1991)

Sönghópur skipaður ungum tónlistarmenntuðum söngvurum undir nafninu Sex í kór tróðu upp á bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1991 og líklega víðar, og söng dægurlög og aðra létta tónlist án undirleiks. Hópurinn sem fyrst um sinn gekk undir vinnuheitinu Eldfjörug, var skipaður þeim Dagnýju Þórunni Jónsdóttur, Guðrúnu Ingimarsdóttur, Hönnu Björgu Guðjónsdóttur, Jennýju Gunnarsdóttur, Guðjóni Halldóri…

Viridian green – Efni á plötum

Viridian green – Viridian green [ep] Útgefandi: Sigurjón Georg Ingibjörnsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [án útgáfuárs] 1. Angel 2. Rosie 3. Singin in the sun 4. Rose gone bananas Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Afmælisbörn 4. maí 2022

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Jakob Frímann Magnússon er sextíu og níu ára gamall. Hann er auðvitað einna þekktastur fyrir framlag sitt með Stuðmönnum en Jakob á ennfremur sólóferil sem spannar um tug platna. Hann lék á árum áður með öðrum sveitum eins og Rifsberju, Bone symphony, Hvítárbakkatríóinu (White Bachman…