Sex í kór (1991)

Sex í kór

Sönghópur skipaður ungum tónlistarmenntuðum söngvurum undir nafninu Sex í kór tróðu upp á bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1991 og líklega víðar, og söng dægurlög og aðra létta tónlist án undirleiks.

Hópurinn sem fyrst um sinn gekk undir vinnuheitinu Eldfjörug, var skipaður þeim Dagnýju Þórunni Jónsdóttur, Guðrúnu Ingimarsdóttur, Hönnu Björgu Guðjónsdóttur, Jennýju Gunnarsdóttur, Guðjóni Halldóri Óskarssyni og Sigurði Oddgeiri Sigurðssyni.

Ekki liggur fyrir hversu lengi sextettinn starfaði.