Sólseturskórinn [1] (1982-94)

Lítið er vitað með vissu um kór eldri borgara sem starfaði við Neskirkju á níunda og tíunda áratugnum en hann mun á einhverjum tímapunktum hafa verið kallaður Sólseturskórinn (Sólseturkórinn).

Fyrir liggur að Reynir Jónasson (harmonikkuleikari) stjórnaði kór eldri borgara við Neskirkju haustið 1982 en hann var þá organisti við kirkjuna. Svo virðist sem kórinn hafi þá ekki verið kominn með nafn en fljótlega eftir áramótin 1982-83 mun það hafa verið komið á, það bendir til að hann hafi um það leyti verið nýstofnaður.

Lítið sem ekkert er að finna um starfsemi þessa kórs næstu árin en hann virðist þó starfandi árið 1990 og 91, svo síðan snemma árs 1994 þegar hann söng á tónleikum undir stjórn Reynis og Ingu Backman. Eftir það finnast engar heimildir um starfsemi hans og stundum virðist sem hann beri nafnið Sólskinskórinn..

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þennan kór.