Sólblóma [2] (1994)

Hljómsveitin Sólblóma var ekki starfandi hljómsveit en það nafn var sett á hljómsveitina SSSól þegar Þorsteinn G. Ólafsson söngvari Vina vors og blóma tróð upp með sveitinni með skömmum fyrirvara sumarið 1994 eftir að Helgi Björnsson hafði forfallast en hann hafði þá hlotið blæðandi magasár á Gauki á Stöng og lá á sjúkrahúsi.

Líklega lék sveitin aðeins í örfá skipti undir þessu nafni en Atli Örvarsson hljómborðsleikari, Björn Árnason bassaleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Eyjólfur Jóhannsson gítarleikari voru framlag SSSólar.