Spectrum [1] (1998)

Spectrum

Dúettinn Spectrum var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 en komst þar ekki í úrslit.

Spectrum, sem var úr Hafnarfirði var skipaður þeim Atla Má Þorvaldssyni og Þresti Sveinbjörnssyni sem báðir léku á hljóðgervla.

Svo virðist sem dúettinn hafi ekki verið langlífur.