Guð (1998)

Dúettinn Guð var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998.

Það voru þeir Halldór H. Jónsson og Egill Anton Gústafsson tölvumenn sem skipuðu Guð, þeir léku eins konar drum‘n bass en komust ekki áfram í tilraunum.

Guð var líklega skammlíf sveit.