Kór starfaði innan Söngseturs Estherar Helgu Guðmundsdóttur undir nafninu Sólskinskórinn en fátt meira liggur fyrir um þennan kór s.s. á hvað aldri kórmeðlimir voru – hvort um var að ræða barnakór eða með eldra söngfólki.
Sólskinskórinn starfaði að minnsta kosti á árunum 2001 og 2002, og þá líklega undir stjórn Estherar Helgu en óskað er eftir frekari upplýsingum um hann.