Speni frændi og sifjaspellarnir (1992-94)

Speni frændi og sifjaspellarnir

Keflvíska hljómsveitin Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði á fyrri hlutu tíunda áratugar síðustu aldar og átti þá eitt lag á safnplötu.

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði nákvæmlega en hún var að minnsta kosti starfrækt frá haustinu 1992 og fram eftir árinu 1993 – lék t.a.m. á tónleikum Óháðu listarhátíðarinnar í Reykjavík um sumarið. Haustið 1994 átti sveitin lag á safnplötunni Innrás, kornflex og Kanaúlpur en óljóst er hvort sveitin var þá enn starfandi.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristinn E. Jóhannsson trommuleikari, Júlíus Guðmundsson gítarleikari, Jón Ben Einarsson söngvari og Hermann Karlsson bassaleikari en líklega sungu þeir allir eitthvað.