Stopp! Frændi minn á þetta!

Stopp! Frændi minn á þetta!
(Lag / texti: Baldur Sívertsen Bjarnason og Róbert Örn Hjálmtýsson)

Í Rimahverfi leynist fólk.

Rækjur og frændi synda með sama stíl.
Þau éta skítinn og fitna vel á því.
Rækjur gefa þó með sér en frændi fitnar einn.

STOPP! Frændi minn á þetta!

Milljarður og evrur, í fréttum dag og nótt.
Er ekki flestum skítsama þótt frænda gangi vel?

STOPP! Frændi minn á þetta!

Það vill oft gleymast,
að peningarnir skipta ekki öllu máli.
En samt þurfa fleiri að nota þá en hann.
Mikið væri gaman að eiga bankann sinn!

STOPP! Frændi minn á þetta!
Milljarður.
Losaðu um pyngjuna.

[af plötunni Ég – Plata ársins]