Fjallabandalagið (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Fjallabandalagið. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar, hvenær, hversu lengi eða hverjir skipuðu þessa sveit, og eru upplýsingar þ.a.l. vel þegnar.

Finnur Torfi Stefánsson (1947-)

Óhætt er að segja að leið Finns Torfa Stefánssonar liggi víða í tónlistlegu samhengi, í gegnum unglingsárin starfaði hann með gítar- og bítlasveitum, síðan tók hippatónlistin og proggið við áður en hann tók sér hlé frá tónlistinni til að sinna öðrum hlutum, en síðan nam hann tónfræði og tónsmíðar og hefur á síðari árum birst…

Finnur Torfi Stefánsson – Efni á plötum

Finnur Torfi Stefánsson – Bylgjur í túninu Útgefandi: Fjólan Útgáfunúmer: FCD 002 Ár: 2000 1. Þættir ’98 fyrir fiðlu og píanó; fyrsti þáttur / annar þáttur 2. Svíta úr óperunni Leggur og skel; Forleikur / Aría (Sofðu, sofðu) / Leggjardans / Aría (Blíðum höndum beisla ég minn jól) / Fífudans / Lokasöngur Skeljar 3. Þættir…

Fitl – Efni á plötum

Fitl – Undur [ep] Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 80 CD Ár: 1998 1. Aðstoð 2. Fríða Brá 3. Venjuleg stelpa 4. Krossfesting Flytjendur: Anna S. Þorvaldsdóttir – söngur og selló Doddy [?] – gítar Sigurður Árni Jósefsson – bassi Valgerður Jónsdóttir – söngur Þorsteinn Hannesson – trommur

Fitl (1998-99)

Hljómsveitin Fitl vakti nokkra athygli í lok síðustu aldar en sveitin sendi þá frá sér fjögur laga smáskífu. Fitl birtist fyrst á sjónarsviðinu á tónleikum í Hinu húsinu í febrúar 1998 en ekki liggur fyrir hversu lengi hljómsveitin hafði þá verið starfandi. Sveitin var sögð vera af Skaganum en mun hafa starfað á höfuðborgarsvæðinu og…

Fíladelfíukórinn í Reykjavík – Efni á plötum

Fíladelfíukórinn í Reykjavík – Góði Jesús o.fl. [ep] Útgefandi: Hörpustrengir Útgáfunúmer: P-2 Ár: 1969 1. Góði Jesús 2. Þér hlið 3. Hann lifir 4. Lofsöngur Flytjendur: Fíladelfíukórinn í Reykjavík – söngur undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar Svavar Guðmundsson – einsöngur Daníel Jónasson – undirleikur Fíladelfíukórinn í Reykjavík – Áfram Kristsmenn krossmenn Útgefandi: Hörpustrengir Útgáfunúmer: P-3 Ár:…

Fíladelfíukórinn í Reykjavík (1950-98)

Fíladelfíukórinn í Reykjavík starfaði innan Fíladelfíusafnaðar Hvítasunnukirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu en söfnuðurinn hefur starfað síðan 1936. Kórinn sendi frá sér nokkrar plötur sem innihélt tónlist með kristilegum boðskap. Ekki liggur alveg fyrir nákvæmlega hvenær Fíladelfíukórinn var stofnaður eða hversu lengi hann starfaði en óformlegar æfingar munu hafa hafist árið 1950 þegar Árni Arinbjarnarson hóf að æfa…

Fjarkar [5] (2002)

Í samfélagi Íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð var starfandi hljómsveit í kringum aldamótin undir nafninu Fjarkar. Þessi sveit starfaði að minnsta kosti árið 2002 og lék þá á samkomum Íslendinga í borginni, og munu ættjarðarlög og slík tónlist hafa verið á prógrammi hennar. Meðlimir hennar þá voru þeir Eyþór Haukur Stefánsson harmonikkuleikari, Júlíus H. Sigmundsson…

Fjarkar [4] (um 1975)

Hljómsveit starfaði á Akureyri um miðjan áttunda áratug síðustu aldar eða þar um bil, undir nafninu Fjarkar. Meðlimir sveitarinnar, sem voru á unglingsaldri, voru þeir Birgir Heiðmann Arason [?], Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari [?], Erlingur Arason [söngvari?] og Júlíus Geir Guðmundsson [?]. Lesendur Glatkistunnar mættu gjarnan fylla upp í glompur í umfjölluninni hér að ofan.

Fjallasveinar (?)

Fjallasveinar var lítill kór eða tvöfaldur kvartett sem starfaði í Vestur-Eyjafjallahreppi fyrir margt löngu, hugsanlega í kringum 1960. Á einhverjum tímapunkti skipuðu hópinn þeir Leifur Einarsson, Baldur Ólafsson, Vigfús Sigurðsson, Eysteinn Einarsson, Ólafur [?], Jóhann Bergur Sveinsson, Bjarni Böðvarsson og Magnús Sigurjónsson Kórinn söng á skemmtunum í hreppnum um árabil en ekki liggur fyrir hversu…

Fjallafreyjur (um 1950)

Fremur takmarkaðar heimildir finnast um söngkvartett kvenna á Seyðisfirði sem starfaði um eða jafnvel fyrir 1950 undir nafninu Fjallafreyjur. Fyrir liggur þá að Margrét Árnadóttir (móðir Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns), Nína Lárusdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Guðbjörg Þorsteinsdóttir skipuðu kvartettinn en þær munu hafa farið víða um austanvert landið til að skemmta með söng og gítarleik. Frekar…

Fílapenslarnir – Efni á plötum

Fílapenslar Siglufjarðar – Fílapenslar Siglufjarðar Útgefandi: Fílapenslar Siglufjarðar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 / 2004 1. Fílapenslakór 2. Afltaugin 3. Niður á bensínstöð 4. Kyntröllin 5. Kvennakór 6. Rauður rabbarbari 7. Finni túba 8. Bella María 9. Dísir vorsins 10. Teddy Ber 11. Meiri bjór 12. Anna Lára 13. Come back 14. To know him…

Fílapenslarnir (1990-2010)

Fílapenslarnir (einnig nefndir Fílapenslar Siglufjarðar) var hópur fólks á Siglufirði sem skemmti bæjarbúum þar og annars staðar um tveggja áratuga skeið í kringum síðustu aldamót. Ýmist var um að ræða hljómsveit, sönghóp eða bara hóp skemmtikrafta sem gegndi ámóta hlutverki og Spaugstofan gerði þá sunnan heiða, og kom fram með leik- og söngatriði. Fílapenslarnir voru…

Fjarkar [6] (2009-12)

Hljómsveitin Fjarkar starfaði á Suðurnesjunum, jafnvel Hafnarfirði árið 2009 og áfram. Síðustu heimildir um sveitina eru frá 2012 og þá var plata væntanleg með henni sem hafði þá þegar fengið titilinn Bréf til skrímslavarðar. Ekkert bendir þó til að platan hafi komið út. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Afmælisbörn 2. desember 2020

Á þessum degi koma tvö afmælisbörn við sögu á Glatkistuvefnum: Tónlistarmaðurinn Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er fjörutíu og eins árs í dag, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér sem bæðir hljómsveitin Hjaltalín og söngvarinn Páll Óskar hafa gert sígilt. Ragnar Sólberg…