Fjórtán Fóstbræður (1963-75)

Fjórtán Fóstbræður skipa mun stærri sess í íslenskri tónlistarsögu en flestir gera sér grein fyrir, ekki aðeins fyrir það að marka upphaf SG-hljómplötuútgáfunnar en útgáfan varð til beinlínis stofnuð fyrir tilstilli Fóstbræðra heldur einnig fyrir að fyrsta platan þeirra var um leið fyrsta danslagabreiðskífan sem gefin var út á Íslandi og hafði einnig að geyma…

Fjallkonan (1994-96)

Hljómsveitin Fjallkonan starfaði í á annað ár um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar, hún sendi frá sér eina breiðskífu og nutu tvö lög hennar nokkurra vinsælda. Það var hljómborðsleikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Jón Ólafsson sem kallaði til nokkra tónlistarmenn síðsumars 1994 og stofnaði Fjallkonuna, það voru Stefán Hjörleifsson gítarleikari og fóstbróðir Jóns til margra ára í…

Fjórtán Fóstbræður – Efni á plötum

Fjórtán Fóstbræður með Hljómsveit Svavars Gests – Syngið með: Lagasyrpur úr útvarpsþættinum „Sunnudagskvöld með Svavari Gests“ Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 001 Ár: 1964 / 1966 / 1979 1. Syrpa af hröðum lögum: Tóta litla / Ekki fædd í gær / Gunna var í sinni sveit / Ó, nema ég / Ég er kominn heim…

Fjarkinn [2] (um 1950)

Um miðbik síðustu aldar starfaði hljómsveit á Akranesi undir nafninu Fjarkinn. Fjarkinn (einnig stundum nefnd Fjarkar) gæti hafa verið sett á laggirnar litlu fyrir 1950 og starfaði hún í nokkur ár undir stjórn Danans Ole H. Östergaard gítarleikara, sem stofnaði hana. Fjarkinn var lengst af kvartett undir stjórn Östergaard en aðrir meðlimir voru Helga Jónsdóttir…

Fjallkonan – Efni á plötum

Fjallkonan – Partý Útgefandi: Fjallkonan Útgáfunúmer: WC D01 Ár: 1995 1. Út í heim 2. Bömpaðu baby bömpaðu 3. Loftbólur 4. Öddi hveiti 5. Thule woman 6. Förum og berjum 7. Atlot 8. Glataður/hataður 9. Fóní Joni 10. Rúnar 11. Pjúk Flytjendur: Jón Ólafsson – söngur, raddir og hljómborð Stefán Hjörleifsson – gítar Pétur Örn…

Fjórir fjórðu (1991-92)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit, sem að öllum líkindum var hafnfirsk, og gekk undir nafninu Fjórir fjórðu. Sveitin starfaði á árunum 1991 og 92, keppti fyrra árið í hljómsveitakeppni sem haldin var á vegum Nillabars en hún starfaði fram á árið 1992 að minnsta kosti. Engar upplýsingar finnast um meðlimi Fjögurra fjórðu en líklega…

Fjórir félagar [4] (1992)

Hljómsveit að nafni Fjórir félagar skemmti á 17. júní hátíðarhöldunum í Reykjavík 1992 og eftir því sem best verður við komist kom hún fram aðeins í þetta eina skipti. Engar upplýsingar er að finna um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er leitast eftir þeim hjá lesendum Glatkistunnar.

Fjórir félagar [3] (1989)

Haustið 1989 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Fjórir félagar, og sinnti ballspilamennsku á norðanverðu landinu. Sveitin starfaði líklega aðeins fram að áramótum 1989-90 en meðlimir hennar voru þeir Björgvin Baldursson söngvari og gítarleikari, Steingrímur Stefánsson trommu- og harmonikkuleikari, Viðar Garðarsson bassaleikari og Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari.

Fjórir félagar [2] (1974-80)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Fjórir félagar, og lék gömlu dansana hjá dansklúbbnum Eldingu í Hreyfilshúsinu við Grensásveg á árunum 1974 til 80. Vitað er að Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari tilheyrði Fjórum félögum í upphafi en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar. Inga Jónasar (Ingibjörg Jónasdóttir) frá Suðureyri…

Fjórir félagar [1] (1943-47)

Söngkvartett, Fjórir félagar, starfaði á árunum 1943 til 47 í Reykjavík en meðlimir hans höfðu áður verið skólafélagar í Menntaskólanum á Akureyri. Það voru þeir Sverrir Pálsson, Þorvaldur Ágústsson, Eyþór Óskar Sigurgeirsson og Magnús Árnason sem skipuðu kvartettinn sem stofnaður var haustið 1943, Guðmundur Ámundason tók síðan við af þeim síðast talda en allir voru…

Fjóla Karlsdóttir (1936-2021)

Fjóla Karlsdóttir (f. 1936) var af fyrstu kynslóð dægurlagasöngkvenna á Íslandi á síðari hluta sjötta áratugar síðustu aldar. Fjóla sem iðulega var auglýst undir nafninu Fjóla Karls, söng með Stereo-kvintettnum og Neo tríóinu á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu og einnig eitthvað úti á landsbyggðinni. Söngferill hennar var fremur stuttur, ekki liggja fyrir heimildir hvenær hún hóf…

Fjórir fjörugir [1] (1958-61)

Hljómsveitin Fjórir fjörugir starfaði yfir sumartímann á Siglufirði nokkur sumur í kringum 1960 meðan síldin var enn úti fyrir landi og bærinn iðaði af lífi. Nokkuð óljóst er hvenær Fjórir fjörugir tóku til starfa undir þessu nafni en að minnsta kosti hluti sveitarinnar hafði leikið saman undir nafninu Tónatríó nokkur sumur á undan, heimildir eru…

Afmælisbörn 16. desember 2020

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þrjátíu og eins árs gömul á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona s.s. hljómsveita eins og Útidúr og Dream wife sem…