Fjórir fjórðu (1991-92)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit, sem að öllum líkindum var hafnfirsk, og gekk undir nafninu Fjórir fjórðu.

Sveitin starfaði á árunum 1991 og 92, keppti fyrra árið í hljómsveitakeppni sem haldin var á vegum Nillabars en hún starfaði fram á árið 1992 að minnsta kosti.

Engar upplýsingar finnast um meðlimi Fjögurra fjórðu en líklega urðu trommuleikaraskipti innan sveitarinnar í ársbyrjun 1992.