Jólakrossgáta Glatkistunnar komin í loftið

Ný krossgáta – Jólakrossgáta Glatkistunnar hefur nú litið dagsins ljós en hana er að finna undir „Annað“ eins og aðrar krossgátur síðunnar. Krossgátur eru tilvalið afþreyingarefni fyrir fólk á öllum aldri og flestir ættu að geta spreytt sig á þessari jólakrossgátu, þá er í leiðinni einnig minnt á getraunir Glatkistunnar undir „Annað“ þar sem jafnframt…

Fjötrar (1982-83)

Hljómsveitin Fjötrar vakti mikla athygli haustið 1982 þegar plata með henni kom út en sveitin hafði þá sérstöðu að hana skipuðu að mestu fangar af Litla Hrauni. Heilmikil umræða átti sér stað í samfélaginu í kjölfar útgáfunnar og þar kom tónlistin sjálf lítið við sögu en þeim háværari var umræðan um hvort fangar ættu yfirleitt…

Fart (um 1970)

Á Siglufirði starfaði skammlíft tríó (líklega árið 1970) undir nafninu Fart – sem þótti reyndar undarlegt nafnaval. Sveitina skipuðu þeir Guðmundur Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Arnar Ingólfsson [trommuleikari?] og Þorleifur Halldórsson bassaleikari. Þeir Guðmundur og Arnar eru bræður og Þorleifur er bróðir Þorvaldar „Á sjó“ Halldórssonar.

Fjórir fjörugir [2] (1994-99)

Hljómsveitin Fjórir fjörugir starfaði á Akureyri í nokkur ár seint á síðustu öld og lék austu-evrópska tónlist í bland við annað. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið 1994 og kallaðist þá Fjórir fjörugir á Týrólabuxum, það nafn hélst við þá félaga í um tvö ár en eftir það styttu þeir það og kölluðu sig eftir…

Fjórir piltar af Grundarstíg (1981)

Hljómsveitin Fjórir piltar af Grundarstíg starfaði innan Verzlunarskóla Íslands að öllum líkindum árið 1981 en hún sérhæfði sig í bítlatónlist. Meðlimir Fjögurra pilta af Grundarstíg voru þeir fóstbræður Jón Ólafsson hljómborðsleikari og Stefán Hjörleifsson gítarleikari sem síðar hafa starfað saman í sveitum eins og Bítlavinafélaginu, Nýdanskri, Possibillies og mörgum öðrum, Sigurbjörn Þorbergsson sem mun hafa…

Fjórir litlir sendlingar (1973-74)

Hljómsveitin Fjórir litlir sendlingar var, þrátt fyrir nafnið, tríó sem var eins konar afsprengi annarrar sveitar, Óla Fink sem stofnuð hafði verið í Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði, þessi sveit starfaði þó í Reykjavík. Sveitin var fremur skammlíf, hún starfaði veturinn 1973-74 en hversu lengi nákvæmlega liggur reyndar ekki fyrir. Meðlimir hennar voru bræðurnir Hafliði…

Fjórtán rauðar rollur (um 1990)

Fjórtán rauðar rollur var unglingahljómsveit starfandi á Flateyri, líklega í kringum 1990. Meðlimir sveitarinnar, sem var stofnuð upp úr Bleikum fílum, voru líklega þeir Önundur Hafsteinn Pálsson trommuleikari, Ívar Kristjánsson söngvari [?], Kristinn Andri Þrastarson [?], Róbert Reynisson gítarleikari og Stefán Steinar Jónsson [?]. Lesendur Glatkistunnar mega gjarnan fylla upp í þær eyður sem eru…

Fjórir tíglar (um 1985)

Hljómsveitin Fjórir tíglar starfaði á höfuðborgarsvæðinu líklega á níunda áratug síðustu aldar, hér er giskað á um miðjan áratuginn. Heimildir um þessa sveit eru af skornum skammti og það eina sem liggur fyrir um hana er að Óskar Guðnason var meðlimur hennar, að öllum líkindum gítarleikari, og að sveitin sérhæfði sig í gömlu dönsunum. Óskað…

Fjögur á palli [1] (2002)

Kvartettinn Fjögur á palli var settur saman fyrir uppfærslu á söngleiknum Þið munið hann Jörund, sem Leikfélag Húsavíkur setti á svið snemma á árinu 2002. Nafn sveitarinnar vísar auðvitað til þjóðlagasveitarinnar Þriggja á palli sem fluttu tónlistina í sams konar sýningu þremur áratugum fyrr. Meðlimir Fjögurra á palli voru þau Sigurður Illugason söngvari og gítarleikari…

Fjúkyrðin með að utan (1988)

Fjúkyrðin með að utan var skammlíf rokksveit, stofnuð upp úr Óþekktum andlitum (frá Akranesi) snemma árs 1988. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en óskað er eftir þeim hér með.

Fjölskyldan fimm – Efni á plötum

Fjölskyldan fimm – Heyr þú minn söng Útgefandi: Samhjálp Útgáfunúmer: SAM 004 Ár: 1984 1. Heyr þú minn söng 2. Ég á himneskan frið 3. Nú er veturinn liðinn 4. Lát þú hönd þína í hans 5. Minn frið gef ég yður 6. Faðir vor 7. Ég er svo kátur 8. Guð er kærleikur 9. Ó leyf þú…

Fjölskyldan fimm (1981-84)

Sönghópurinn Fjölskyldan fimm starfaði innan Samhjálpar en meðlimir hans komu allir úr sömu fjölskyldunni og fluttu trúarlega tónlist. Fjölskyldan fimm kom fyrst fram á samkomum Samhjálpar haustið 1981 en þau voru systkinin Gunnbjörg, Ágúst, Kristinn og Brynjólfur Ólabörn og svo faðir þeirra, Óli Ágústsson, Gunnbjörg var þeirra sínu mest áberandi í söngnum en hún söng…

Fjötrar – Efni á plötum

Fjötrar – Rimlarokk Útgefandi: ÞOR / Pylsuvagninn í Austurstræti Útgáfunúmer: númer eitt Ár: 1982 1. Hringrás 2. Draumurinn 3. Rimlarokk 4. Lífið 5. Ferillinn 6. Maður 7. Pollurinn 8. Róninn 9. Hvítflibbar 10. Minning 11. Vítahringur 12. Endaslag Flytjendur: Halldór Fannar Ellertsson – söngur og hljómborð Rúnar Þór Pétursson – gítar, trommur og söngur Sigurður…

Afmælisbörn 23. desember 2020

Tveir Árnar eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…