Hljómsveitin Fjórir tíglar starfaði á höfuðborgarsvæðinu líklega á níunda áratug síðustu aldar, hér er giskað á um miðjan áratuginn.
Heimildir um þessa sveit eru af skornum skammti og það eina sem liggur fyrir um hana er að Óskar Guðnason var meðlimur hennar, að öllum líkindum gítarleikari, og að sveitin sérhæfði sig í gömlu dönsunum.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um Fjóra tígla, nöfn annarra meðlima og hljóðfæraskipan, starfstíma o.s.frv.