Flass (1987)

Flass var sólóverkefni og því ekki eiginleg hljómsveit en Einar Oddsson gaf út sex laga plötu undir því nafni haustið 1987. Einar hafði ásamt Þorsteini Jónssyni (Sonus Futurae o.fl.) unnið frumsamda tónlist um tveggja ára skeið og fékk svo til liðs við sig söngvarana Hauk Hauksson (bróður Eiríks) og Ólöfu Sigurðardóttur sem þá hafði vakið…

Flass – Efni á plötum

Flass – Flass Útgefandi: Flass Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1987 1. Anyhow 2. Face reality 3. Into the night 4. Break away 5. It’s been you 6. Growing Flytjendur: Einar Oddsson – söngur og hljómborð Haukur Hauksson – söngur Þröstur Þorbjörnsson – gítar Ólöf Sigurðardóttir – söngur Edda Borg – raddir Eva Ásrún Albertsdóttir –…

Fjörorka (1984-85)

Hljómsveitin Fjörorka starfaði undir því nafni um eins og hálfs árs skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og lék mestmegnis á dansstöðum á höfuðborgarsvæðinu, fyrst í Klúbbnum sem húshljómsveit og síðan í Skiphóli í Hafnarfirði, sveitin lék þó einnig á dansleikjum á landsbyggðinni og m.a. í nokkur skipti á Keflavíkurflugvelli. Þar var Bjarni Sveinbjörnsson…

Fjölnir Stefánsson (1930-2011)

Fjölnir Stefánsson er þekktastur fyrir frumkvöðlastarf sitt og framlag til tónlistarlífsins í Kópavogi en hann var einnig tónskáld. Fjölnir Stefánsson fæddist í Reykjavík árið 1930, hann ólst upp við klassíska tónlist sem foreldrar hans hlustuðu mikið á og því er eðlilegt að tónlistaráhugasvið hans snerist í þá áttina. Hann byrjaði þrettán ára gamall að læra…

Fjögur í leyni (1980)

Fjögur í leyni var kvartett gítarleikara og þriggja kvenna frá Selfossi en þau störfuðu vorið 1980 og komu þá fram á tvennum tónleikum, annars vegar í heimabyggð sinni fyrir austan fjall og hins vegar á Vísnakvöldi á Hótel Borg. Meðlimir Fjögurra í leyni voru systkinin Guðmundur Óli, Svanheiður og Fjóla Ingimundarbörn og Kristín Birgisdóttir, Guðmundur…

Fjögur á palli [2] (2012-15)

Fjögur á palli voru sprottin upp úr tríóinu Tvær á palli með einum kalli en sveitin tók til starfa haustið 2012. Meðlimir voru þau Edda Þórarinsdóttir söngkona og Kristján Hrannar Pálsson söngvari og píanóleikari sem höfðu verið í fyrrnefndu sveitinni en þau fengu til liðs við sig feðgana Pál Einarsson (jarðeðlisfræðing) kontrabassaleikara og Magnús Pálsson…

Fjörkálfar [2] (1994)

Sumarið fóru þeir félagar, skemmtikraftarnir Hermann Gunnarsson og Ómar Ragnarsson, Haukur Heiðar Ingólfsson hljómborðsleikari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Pétur W. Kristjánsson bassaleikari, bílstjóri og framkvæmdastjóri hópsins af stað hringinn í kringum landið með skemmtidagskrá með söng, leik og grín fyrir börn undir nafninu Fjörkálfar í samstarfi við nokkur fyrirtæki og barnablaðið Æskuna en meginatriði dagskrárinnar…

Fjörkálfar [1] (1989-93)

Upplýsingar óskast um hljómsveit/ir undir nafninu Fjörkálfar á árunum 1989 til 93, hugsanlega er um aðeins eina sveit að ræða en líklegt er að þær séu þrjár talsins. Sveit undir þessu nafni kom fram á skemmtistað í Reykjavík árið 1989, Fjörkálfar voru að öllum líkindum einnig starfandi í Keflavík árið 1992 og ári síðar lék…

Fjörkarlar (1984-)

Fjörkarlar er nafn á hljómsveit / dúett sem hefur starfað í áratugi og skemmt einkum yngri kynslóðinni (að minnsta kosti í seinni tíð) á jólaskemmtunum og þess konar samkomum. Margt er óljóst í sögu Fjörkarla og ágiskanir því margar í þessari umfjöllun. Elstu heimildir um Fjörkarla eru frá árinu 1984 en þá lék hljómsveit undir…

Fjörkallar [2] (1988-89)

Hljómsveitin Fjörkallar úr Breiðholtinu kom með heilmiklu írafári fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var nokkuð áberandi í gleðipoppdeildinni næstu tvö sumur en hvarf svo án þess að senda frá sér sumarsmell sem hefði ekki verið óvænt miðað við umfang og vinsældir sveitarinnar en hún hafði eitthvað af frumsömdu efni á takteinum. Það voru þeir…

Fjörkallar [1] (1985-86)

Á Akureyri starfaði hljómsveit tónlistarmanna á grunnskóla- og menntaskólaaldri undir nafninu Fjörkallar um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir Fjörkalla voru þeir Árni Hermannsson [gítarleikari?], Svanur Valgeirsson [?], Torfi Halldórsson [?], Stefán Gunnarsson [bassaleikari?] og Atli Örvarsson [hljómborðsleikari?]. Fjörkallar störfuðu að minnsta kosti á árunum 1985 og 86 en margt er óljóst varðandi sögu sveitarinnar,…

Fjörkálfar [2] – Efni á plötum

Ómar og Hemmi ásamt Hauki Heiðari, Villa Guðjóns og Pétri Kristjáns – Fjörkálfar á ferð um landið á ári fjölskyldunnar Útgefandi: Fjör Útgáfunúmer: Fjör 001 Ár: 1994 1. Allir í fjörið 2. Ég er trúbadúr 3. Einshljóðfærissinfóníuhljómsveitin 4. Minkurinn í hænsnakofanum 5. Litla lagið 6. Mér er skemmt Flytjendur: Ómar Ragnarsson – söngur og raddir Hermann Gunnarsson – söngur Haukur…

Afmælisbörn 30. desember 2020

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…