Upplýsingar óskast um hljómsveit/ir undir nafninu Fjörkálfar á árunum 1989 til 93, hugsanlega er um aðeins eina sveit að ræða en líklegt er að þær séu þrjár talsins. Sveit undir þessu nafni kom fram á skemmtistað í Reykjavík árið 1989, Fjörkálfar voru að öllum líkindum einnig starfandi í Keflavík árið 1992 og ári síðar lék sveit með þessu nafni einnig á fáeinum dansleikjum fyrir norðan.
Lesendur Glatkistunnar mega gjarnan fylla upp í allar eyður varðandi þessa/r sveit/ir með upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma, staðsetningu og jafnvel myndefni sé það til staðar, með fyrirfram þökkum.