Fjörkallar [1] (1985-86)

Fjörkallar frá Akureyri

Á Akureyri starfaði hljómsveit tónlistarmanna á grunnskóla- og menntaskólaaldri undir nafninu Fjörkallar um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Meðlimir Fjörkalla voru þeir Árni Hermannsson [gítarleikari?], Svanur Valgeirsson [?], Torfi Halldórsson [?], Stefán Gunnarsson [bassaleikari?] og Atli Örvarsson [hljómborðsleikari?].

Fjörkallar störfuðu að minnsta kosti á árunum 1985 og 86 en margt er óljóst varðandi sögu sveitarinnar, samhliða þessari sveit starfræktu þeir félagar (eða flestir þeirra) hljómsveitina Presley-æskuna svo margt í sögu hennar rennur saman við þá sveit.

Nánari upplýsingar óskast um þessa sveit, þ.m.t. hljóðfæraskipan hennar.