Fjórir litlir sendlingar (1973-74)

Hljómsveitin Fjórir litlir sendlingar var, þrátt fyrir nafnið, tríó sem var eins konar afsprengi annarrar sveitar, Óla Fink sem stofnuð hafði verið í Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði, þessi sveit starfaði þó í Reykjavík.

Sveitin var fremur skammlíf, hún starfaði veturinn 1973-74 en hversu lengi nákvæmlega liggur reyndar ekki fyrir. Meðlimir hennar voru bræðurnir Hafliði G. Guðjónsson [trommuleikari?] og Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari, og svo Kristján Kristjánsson (KK) gítarleikari, þeir æskufélagar Þorleifur og Kristján áttu reyndar eftir að starfa mikið saman í tónlistinni síðar reyndar eins og á þessum árum einnig.