Afmælisbörn 16. desember 2020

Rakel Leifsdóttir

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þrjátíu og eins árs gömul á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona s.s. hljómsveita eins og Útidúr og Dream wife sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi, en hefur einnig starfað með Sykri og Halleluwah.

Og á þessum degi hefði Szymon Kuran fiðluleikari og tónskáld átt afmæli, hann var Pólverji sem flutti til Íslands og starfaði hér til dauðadags 2005 en hann var fæddur 1955. Szymon starfrækti nokkrar sveitir hér á landi s.s. Kuran Swing, Kuran kompaní, Súld og Pól-ís, hann gaf ennfremur út og lék inn á fjölmargar plötur hérlendis.

Vissir þú að Ólafur Júlíusson úr hljómsveitinni Júdas var bróðir Rúnars Júl?