Fjóla Karlsdóttir (1936-)

Fjóla Karlsdóttir

Fjóla Karlsdóttir (f. 1936) var af fyrstu kynslóð dægurlagasöngkvenna á Íslandi á síðari hluta sjötta áratugar síðustu aldar.

Fjóla sem iðulega var auglýst undir nafninu Fjóla Karls, söng með Stero-kvintettnum og Neo tríóinu á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu og einnig eitthvað úti á landsbyggðinni. Söngferill hennar var fremur stuttur, ekki liggja fyrir heimildir hvenær hún hóf að syngja opinberlega en hún starfaði með framangreindum sveitum árin 1958 og 59.

Fjóla gekk í hjónaband árið 1959 og þar með virðist söngferli hennar hafa lokið.