Fjarkinn [2] (um 1950)

Fjarkinn

Um miðbik síðustu aldar starfaði hljómsveit á Akranesi undir nafninu Fjarkinn.

Fjarkinn (einnig stundum nefnd Fjarkar) gæti hafa verið sett á laggirnar litlu fyrir 1950 og starfaði hún í nokkur ár undir stjórn Danans Ole H. Östergaard gítarleikara, sem stofnaði hana.

Fjarkinn var lengst af kvartett undir stjórn Östergaard en aðrir meðlimir voru Helga Jónsdóttir söngkona eiginkona hans, Snorri Hjartarson trommuleikari og Gestur Friðjónsson harmonikkuleikari. Einnig komu við sögu sveitarinnar Ríkharður Jóhannsson saxófón- og klarinettuleikari, Óskar Indriðason harmonikkuleikari og líklega Óðinn G. Þórarinsson trommuleikari, líklegt er að fleiri hafi leikið með sveitinni á einhverjum tímapunkti.