
Fjórir félagar
Haustið 1989 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Fjórir félagar, og sinnti ballspilamennsku á norðanverðu landinu.
Sveitin starfaði líklega aðeins fram að áramótum 1989-90 en meðlimir hennar voru þeir Björgvin Baldursson söngvari og gítarleikari, Steingrímur Stefánsson trommu- og harmonikkuleikari, Viðar Garðarsson bassaleikari og Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari.