Fjórir félagar [1] (1943-47)

Söngkvartett, Fjórir félagar, starfaði á árunum 1943 til 47 í Reykjavík en meðlimir hans höfðu áður verið skólafélagar í Menntaskólanum á Akureyri. Það voru þeir Sverrir Pálsson, Þorvaldur Ágústsson, Eyþór Óskar Sigurgeirsson og Magnús Árnason sem skipuðu kvartettinn sem stofnaður var haustið 1943, Guðmundur Ámundason tók síðan við af þeim síðast talda en allir voru…

Fjórir félagar [2] (1974-80)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Fjórir félagar, og lék gömlu dansana hjá dansklúbbnum Eldingu í Hreyfilshúsinu við Grensásveg á árunum 1974 til 80. Vitað er að Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari tilheyrði Fjórum félögum í upphafi en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar. Inga Jónasar (Ingibjörg Jónasdóttir) frá Suðureyri…

Fjórir félagar [3] (1989)

Haustið 1989 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Fjórir félagar, og sinnti ballspilamennsku á norðanverðu landinu. Sveitin starfaði líklega aðeins fram að áramótum 1989-90 en meðlimir hennar voru þeir Björgvin Baldursson söngvari og gítarleikari, Steingrímur Stefánsson trommu- og harmonikkuleikari, Viðar Garðarsson bassaleikari og Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari.

Fjórir félagar [4] (1992)

Hljómsveit að nafni Fjórir félagar skemmti á 17. júní hátíðarhöldunum í Reykjavík 1992 og eftir því sem best verður við komist kom hún fram aðeins í þetta eina skipti. Engar upplýsingar er að finna um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er leitast eftir þeim hjá lesendum Glatkistunnar.