Fjallasveinar (?)

Fjallasveinar ásamt Önnu Magnúsdóttur

Fjallasveinar var lítill kór eða tvöfaldur kvartett sem starfaði í Vestur-Eyjafjallahreppi fyrir margt löngu, hugsanlega í kringum 1960. Á einhverjum tímapunkti skipuðu hópinn þeir Leifur Einarsson, Baldur Ólafsson, Vigfús Sigurðsson, Eysteinn Einarsson, Ólafur [?], Jóhann Bergur Sveinsson, Bjarni Böðvarsson og Magnús Sigurjónsson

Kórinn söng á skemmtunum í hreppnum um árabil en ekki liggur fyrir hversu lengi hann starfaði, að öllum líkindum urðu einhver kynslóðaskipti í honum. Tveir hafa verið nefndir sem undirleikarar kórsins, þau Anna Magnúsdóttir og síðar Þórður Tómasson en Anna stjórnaði Fjallasveinum um tíma.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um Fjallasveina og tilurð þeirra.