Fjallafreyjur (um 1950)

Fjallafreyjur

Fremur takmarkaðar heimildir finnast um söngkvartett kvenna á Seyðisfirði sem starfaði um eða jafnvel fyrir 1950 undir nafninu Fjallafreyjur.

Fyrir liggur þá að Margrét Árnadóttir (móðir Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns), Nína Lárusdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Guðbjörg Þorsteinsdóttir skipuðu kvartettinn en þær munu hafa farið víða um austanvert landið til að skemmta með söng og gítarleik.

Frekar upplýsingar óskast um starfstíma Fjallafreyja og annað sem gæti þótt fróðlegt við sögu þeirra.