Fjallafreyjur (um 1950)

Afar takmarkaðar heimildir finnast um söngkvartett kvenna á Seyðisfirði sem starfaði um eða jafnvel fyrir 1950 undir nafninu Fjallafreyjur.

Vitað er að Margrét Árnadóttir (móðir Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns) var ein Fjallafreyja en upplýsingar um hinar þrjár liggja ekki fyrir og er leitað eftir liðsinnis lesenda Glatkistunnar til að fylla inn í þær eyður.