Steinn Stefánsson (1908-91)

Steinn Stefánsson var um nokkurra áratuga skeið einn af máttarstólpum menningarlífs á Seyðisfirði en þar var hann auk þess að starfa sem skólastjóri, bæði kórstjórnandi og tónskáld. Steinn (Jósúa Stefánsson) var reyndar ekki Austfirðingur að uppruna heldur fæddist hann í Suðursveit sumarið 1908 og sleit þar barnsskónum en þar ólst hann upp við tónlist, lærði…

Stemma [1] (1977-78)

Á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar starfaði danshljómsveit á Seyðisfirði undir nafninu Stemma. Sveitin mun hafa leikið talsvert á dansleikjum, að minnsta kosti veturinn 1977-78 og um sumarið 1978 – ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um starfstíma sveitarinnar nema að hún kom aftur saman árið 1995 í tilefni af aldarafmæli Seyðisfjarðar kaupstaðar. Meðlimir Stemmu…

Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar (1987-2007)

Lúðrasveit starfaði um tveggja áratuga skeið við tónlistarskólann á Seyðisfirði í kringum síðustu aldamót en reyndar er fáar heimildir að finna um síðari starfsár sveitarinnar. Sveitin sem oftast gekk undir nafninu Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar mun hafa verið stofnuð haustið 1987 þegar Kristrún Helga Björnsdóttir tók til starfa sem skólastjóri tónlistarskólans en hún stjórnaði sveitinni fyrstu sjö…

Skólakór Seyðisfjarðar (1994-99)

Kórar hafa starfað með hléum við Seyðisfjarðarskóla um árabil en á árunum 1994-99 starfaði þar skólakór (einnig kallaður barnakór) nokkuð samfellt. Barnakóra-heitið er reyndar að finna á fleiri kórum á Seyðisfirði, bæði fyrr og síðar. Það mun hafa verið Aðalheiður Borgþórsdóttir sem stofnaði Skólakór Seyðisfjarðar árið 1994 og stjórnaði honum til 1997 að minnsta kosti…

Skjóni (1973)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi ár Seyðisfirði árið 1973 undir nafninu Skjóni. Óskað er eftir upplýsingum um nöfn meðlima hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem á við í umfjöllun sem þessari.

SHAPE (1994-99)

Hljómsveitin SHAPE starfaði austur á fjörðum í lok síðustu aldar, naut þar nokkurrar hylli og sendi meira að segja frá sér plötu en hætti störfum þegar söngvari og gítarleikari sveitarinnar gekk til liðs við sveitaballasveit að sunnan. SHAPE (sem ku vera skammstöfun og standa fyrir Supreme headquarters allies powers Europe) var rokksveit stofnuð 1994 og…

Seyðisfjarðartríóið (um 1930)

Seyðisfjarðartríóið sem svo er hér nefnt starfaði ekki undir því nafni en hefur í heimildum verið kallað það, en það var nafnlaust tríó starfandi í kringum 1930 á Seyðisfirði – hvenær nákvæmlega liggur þó ekki alveg fyrir. Það voru þeir Þorsteinn Gíslason fiðluleikari, Þórarinn Kristjánsson sellóleikari (bróðir Kristjáns Kristjánssonar (KK) saxófónleikara og faðir Leifs Þórarinssonar…

Samkórinn Bjarmi (1946-80)

Samkórinn Bjarmi gladdi Seyðfirðinga og nærsveitunga með söng sínum frá því um miðja síðustu öld og fram til 1980, ekki starfaði kórinn þó alveg samfleytt. Samkórinn Bjarmi mun hafa verið stofnaður formlega árið 1946 en eins konar vísir að honum söng þó á hátíðarhöldum í tilefni af stofnun lýðveldisins tveimur árum fyrr, stjórnandi kórsins þá…

Frævan (1984)

Vorið 1984 starfaði hljómsveit á Seyðisfirði undir nafninu Frævan. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem varðar hana.

Fjallafreyjur (um 1950)

Fremur takmarkaðar heimildir finnast um söngkvartett kvenna á Seyðisfirði sem starfaði um eða jafnvel fyrir 1950 undir nafninu Fjallafreyjur. Fyrir liggur þá að Margrét Árnadóttir (móðir Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns), Nína Lárusdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Guðbjörg Þorsteinsdóttir skipuðu kvartettinn en þær munu hafa farið víða um austanvert landið til að skemmta með söng og gítarleik. Frekar…

Ceilidh band Seyðisfjarðar (1998-2006)

Ceilidh band Seyðisfjarðar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót en sveitin lék einkum keltnesk og norræn þjóðlög, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna starfaði hún á Seyðisfirði. Það var Ethelwyn „Muff“ Worden sem hafði frumkvæði að stofnun sveitarinnar og var eins konar hljómsveitarstjóri en hún var tónlistarkennari og mikill hamhleypa í…

Morð [1] (1995)

Hljómsveitin Morð starfaði á Seyðisfirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, hugsanlega þó aðeins árið 1995. Sveitin keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og voru meðlimir hennar þá Páll Jónasson gítarleikari, Gísli Þrastarson gítarleikari og söngvari, Kári Kolbeinsson trommuleikari, Ólafur Örn Pétursson söngvari og Logi Hallsson bassaleikari og söngvari. Morð komst ekki í úrslit…

MARI(A) (1983)

Hljómsveit sem bar nafnið MARI(A) (upphaflega Maria) starfaði á Seyðisfirði árið 1983 og var skipuð ungum tónlistarkonum. Sveitina skipuðu fimm vinkonur á unglingsaldri og bar hún upphafsstafi meðlima sinna, sem voru Mekkín [Árnadóttir?], Auður [Brynjarsdóttir?], Regína [?], Ingunn Gylfadóttir og Auður [?]. Ástæða þess að síðara A-ið er innan sviga mun vera sú að önnur…

Bangsímon (1974)

Hljómsveit að nafni Bangsímon var starfandi um tíma á Seyðisfirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, líklega 1974. Heimildir um þessa sveit er af skornum skammti en Kolbeinn Agnarsson var einn meðlima hennar og lék að öllum líkindum á trommur.

Það er akkúrat það Bjarni (1987-88)

Hljómsveit með það undarlega nafn, Það er akkúrat það Bjarni, starfaði á Seyðisfirði a.m.k. árin 1987 og 88. Meðlimir sveitarinnar voru Kristín Hafstað söngkona, Stefán Donalds hljómborðsleikari, Arnar Guttormsson gítarleikari, Jón Ágúst [Reynisson?] bassaleikari og Emil Guðmundsson trommuleikari. Litlar sögur fara af þessari sveit en hún kom þó allavega einu sinni fram í Reykjavík, haustið…

Ingi T. Lárusson (1892-1946)

Þótt Ingi T. Lárusson tónskáld hafi ekki endilega hlotið þá viðurkenningu fyrir framlag sitt til tónlistarinnar sem hann hefði átt skilið í lifanda lífi, hefur hún birst með margs konar hætti í seinni tíð. Ingi Tómas Lárusson fæddist 1892 á Seyðisfirði hvar hann ólst upp. Hann var af tónelsku fólki kominn og í heimabæ hans…

Nasasjón (1973-74)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Nasasjón sem lék á böllum á Seyðisfirði og nágrannasveitum 1973 og 74, jafnvel lengur. Vitað er að Magnús Einarsson og Eggert Þorleifsson sem síðar voru saman m.a. í Þokkabót, voru í þessari sveit en upplýsingar um aðra meðlimi hennar væru vel þegnar.

Karlakórinn Bragi [1] (1900-45)

Karlakórinn Bragi á Seyðisfirði starfaði í hartnær hálfa öld og var um tíma elsti starfandi karlakór landsins. Kórinn var stofnaður aldamótaárið 1900 fyrir tilstuðlan Kristjáns Kristjánssonar læknis og tónskálds á Seyðisfirði. Stofnfélagar voru fjórtán er lengst af voru meðlimir kórsins milli tuttugu og þrjátíu. Kristján stýrði kórnum fyrstu fjórtán árin en þá tók annað tónskáld,…

Dolfall (1978)

Hljómsveitin Dolfall starfaði á Seyðisfirði sumarið 1978, hugsanlega einnig 1977. Meðlimir sveitarinnar voru Tommi [?] gítarleikari, Scotti [?] bassaleikari, Siggi [?] hljómborðsleikari, Halli [?] trommuleikari, Auda [?] söngvari og Inga [?] söngvari. Ef einhver hefur nánari upplýsingar um nöfn meðlima Dolfalls má hinn sami gjarnan hafa samband, einnig varðandi líftíma sveitarinnar og annað sem skiptir…