Karlakórinn Bragi [1] (1900-45)

Karlakórinn Bragi 1945

Karlakórinn Bragi 1945

Karlakórinn Bragi á Seyðisfirði starfaði í hartnær hálfa öld og var um tíma elsti starfandi karlakór landsins.

Kórinn var stofnaður aldamótaárið 1900 fyrir tilstuðlan Kristjáns Kristjánssonar læknis og tónskálds á Seyðisfirði. Stofnfélagar voru fjórtán er lengst af voru meðlimir kórsins milli tuttugu og þrjátíu.

Kristján stýrði kórnum fyrstu fjórtán árin en þá tók annað tónskáld, Ingi T. Lárusson við honum og stjórnaði honum í nokkur ár.

Þegar Ingi T. flutti brott frá Seyðisfirði var kórinn um tíma án stjórnanda og það var svo ekki fyrr en 1922 sem Jón Vigfússon múrarameistari tók við kórnum. Jón átti síðan eftir að stjórna Braga þar til yfir lauk í kringum 1945 en hann hafði þá verið með kórinn á þriðja tug ára.

Karlakórinn Bragi gekk í Samband íslenskra karlakóra 1932.