Fleiri karlakórar

Áhugamenn um kóratónlist fá nú enn einn skammtinn af karlakórum frá síðustu öld inn í gagnagrunn Glatkistunnar. Þetta er næst síðasti karlakóraskammturinn í bili og raðast þeir að mestu leyti inn í K-ið. Meðal karlakóra sem nú komu inn eru Geysir, Goði, Ernir, Fram og Fylkir en flestir kóranna störfuðu á landsbyggðinni. Athugið að í mörgum…

Söngfélagið Geysir (1910)

Lítið söngfélag, Geysir starfaði í Glæsibæjarhreppi, litlum hreppi sem var innan af Akureyri við Eyjafjörðinn. Magnús Einarsson organisti hreppsins stjórnaði söng Geysis sem kom einhverju sinni fram opinberlega með söngskemmtan árið 1910. Ekki liggur þó fyrir hvort Söngfélagið Geysir starfaði lengur.

Karlakór Keflavíkur [1] (1928-29)

Karlakór Keflavíkur var skammlífur karlakór, starfaði í um eitt ár 1928-29. Sigurður Ágústsson frá Birtingarholti stjórnaði þessum kór en annars eru upplýsingar um þennan kór afar takmarkaðar.

Karlakórinn Fylkir (1964)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Karlakórinn Fylki en hann var starfræktur í Skagafirðinum árið 1964. Ekkert er að finna um starfstíma kórsins, stjórnanda né annað sem viðkemur honum. Allar upplýsingar eru þ.a.l. vel þegnar.

Karlakórinn Húnar (1944-55)

Guðmann Sigtryggur Hjálmarsson stjórnaði Karlakórnum Húnum sem starfræktur var á Blönduósi á árunum 1944-55. Kórinn söng einkum á Húnavökum og öðrum samkomum í heimahéraði. Svo virðist sem Karlakórinn Húnar hafi komið saman aftur vorið 1963 undir stjórn Þorsteins Jónssonar en ekki liggur fyrir hvort kórinn starfaði lengur í það skiptið.

Karlakórinn Fram (1937-38)

Karlakórinn Fram starfaði á Patreksfirði á árunum 1937 og 38, hugsanlega nokkuð lengur. Jónas Magnússon skóla- og sparisjóðsstjóri á Patreksfirði stjórnaði kórnum en aðrar upplýsingar um þennan karlakór finnast ekki.

Karlakórinn Bragi [1] (1900-45)

Karlakórinn Bragi á Seyðisfirði starfaði í hartnær hálfa öld og var um tíma elsti starfandi karlakór landsins. Kórinn var stofnaður aldamótaárið 1900 fyrir tilstuðlan Kristjáns Kristjánssonar læknis og tónskálds á Seyðisfirði. Stofnfélagar voru fjórtán er lengst af voru meðlimir kórsins milli tuttugu og þrjátíu. Kristján stýrði kórnum fyrstu fjórtán árin en þá tók annað tónskáld,…

Karlakórinn Bragi [2] (1934)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Karlakórinn Braga sem starfaði á Dalvík. Engar upplýsingar liggja fyrir hversu lengi en hann hefur varla verið langlífur. Heimild segir Jóhann Tryggvason hafa stjórnað kórnum 1934 en aðrar upplýsingar væru vel þegnar.

Karlakórinn Ernir [1] (1934-35)

Karlakórinn Ernir var starfræktur í Hafnarfirði um tveggja ára skeið á fjórða áratug síðustu aldar. Forsaga kórsins er sú að Karlakórinn Þrestir úr Hafnarfirði hafði verið í pásu í einhvern tíma þegar nokkrir félagar úr kórnum, sem voru í verkalýðsfélaginu Hlíf í Firðinum, ákváðu árið 1931 að stofna kór í anda karlakóra verkamanna og kölluðu…

Karlakórinn Ernir [2] (1935-37)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um karlakórinn Erni sem starfaði á Flateyri 1935-37 að minnsta kosti. Theódór Árnason var stjórnandi kórsins. Allar nánari upplýsingar um Karlakórinn Erni væru vel þegnar.

Karlakórinn Ernir [3] (1936-44)

Karlakórinn Ernir hinn reykvíski, á sér um átta ára sögu en kórinn starfaði á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Upphaflega var kórinn settur saman fyrir skemmtiatriði á skemmtun innan Strætisvagna hf. en Ólafur Þorgrímsson forstjóri fyrirtækisins hafði forgöngu um það atriði. Ólafur sá sjálfur um að stjórna kórnum og mæltist söngurinn það vel fyrir…

Karlakórinn Feykir (1961-70)

Karlakórinn Feykir starfaði í um áratug á síðustu öld og ber vitni um blómlegt tónlistarlíf og ríka sönghefð í Skagafirðinum en um tíma voru þar þrír karlakórar starfandi samtímis. Feykir var stofnaður í febrúar 1961 í sveitunum austan megin Skagafjarðar og voru stofnmeðlimir kórsins um tuttugu. Meðlimum kórsins átti þó eftir að fjölga um helming…

Karlakórinn Geysir [1] (1912-14)

Karlakórinn Geysir, söngfélagið eða jafnvel karlmannasöngfélagið eins og það var einnig stundum nefnt, starfaði um tveggja ára skeið í Íslendingabyggðum í Winnipeg, snemma á síðustu öld. Halldór Þórólfsson var stjórnandi þessa Íslendingakórs sem stofnaður var haustið 1912 og samanstóð af um tuttugu og fimm söngmönnum. Geysir hafði á stefnuskrá sinni að æfa og flytja mestmegnis…

Karlakórinn Goði (1972-80)

Karlakórinn Goði var fremur óhefðbundinn karlakór sem starfaði á áttunda áratug síðustu aldar, og sendi frá sér þrjár plötur. Kórinn var stofnaður haustið 1972 og var skipaður söngmönnum úr fjórum hreppum austan Vaðlaheiðar. Goði fékk strax í upphafi tékkneskan stjórnanda, Robert Bezdék sem starfaði þá sem kennari við tónlistarskólann á Húsavík. Bezdék hafði ekki starfað…

Karlakórinn Goði – Efni á plötum

Karlakórinn Goði – Kór, kvartett, tríó Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T09 Ár: 1974 1. Klukkan hans afa 2. Sævar að sölum 3. Ach ty step 4. Bóndi 5. Blikandi haf 6. Thamle chalaupka 7. Sigurður Lúter 8. Sköpun mannsins 9. Flökkumærin 10. Syngdu þinn söng 11. Næturfriður 12. We shall overcome Flytjendur: Karlakórinn Goði – söngur…

Karlakórinn Hljómur (1983)

Karlakórinn Hljómur mun hafa verið starfræktur í Dalasýslu árið 1983 og jafnvel lengur. Kórinn söng á safnplötunni Vor í Dölum sem kom út það ár en engar aðrar heimildir er að finna um hann, líklega hefur hann því verið stofnaður eingöngu fyrir þetta tiltekna verkefni. Hljómur átti sex lög á Vor í Dölum, platan hlaut…