Karlakórinn Geysir [1] (1912-14)

engin mynd tiltækKarlakórinn Geysir, söngfélagið eða jafnvel karlmannasöngfélagið eins og það var einnig stundum nefnt, starfaði um tveggja ára skeið í Íslendingabyggðum í Winnipeg, snemma á síðustu öld.

Halldór Þórólfsson var stjórnandi þessa Íslendingakórs sem stofnaður var haustið 1912 og samanstóð af um tuttugu og fimm söngmönnum.

Geysir hafði á stefnuskrá sinni að æfa og flytja mestmegnis norræn lög við íslenska texta, og hélt nokkra tónleika þann tíma hann starfaði.

Söngur Karlakórsins Geysis mæltist vel fyrir og var vel mætt á tónleika hans en svo virðist sem starfsemi kórsins hafi hætt nokkuð snögglega í upphafi árs 1914.