Nýtt efni

Nokkrir karlakórar voru nú að bætast í K-ið í gagnagrunni Glatkistunnar. Áfram verður unnið á þeim slóðum í grunninum og verða því kórar óhjákvæmilega áberandi í nýju efni á næstunni. Allar ábendingar, leiðréttingar og viðbætur eru sem fyrr vel þegnar í vefpósti (glatkistan@glatkistan.com), hvort sem um er að ræða efni sem þegar hefur verið birt,…

Karlakór Ísafjarðar (1922-87)

Löng hefð er fyrir karlakórastarfi á Vestfjörðum og hefur Ísafjörður verið þar fremstur í flokki en þar má segja að hafi nokkuð samfleytt starfað karlakór allt frá 1922 er Karlakór Ísafjarðar var stofnaður. Það er líka athyglisvert að tveir máttarstólpar í ísfirsku tónlistarlífi, þeir Jónas Tómasson og Ragnar H. Ragnar stjórnuðu kórnum í samtals í…

K.F.U.M. kvartettinn (1909-10)

K.F.U.M. kvartettinn var söngkvartett, stofnaður innan K.F.U.M. 1909 og starfaði í eitt ár. Fyrirmyndin að stofnun hans var kvartettinn Fóstbræður sem þá starfaði í Reykjavík. Meðlimir K.F.U.M. kvartettsins voru Sigurbjörn Þorkelsson (síðar kenndur við verslunina Vísi), Loftur Guðmundsson (síðar ljósmyndari), Stefán Ólafsson og Hallur Þorleifsson.

Karlakór Ísafjarðar – Efni á plötum

Sunnukórinn & Karlakór Ísafjarðar – Í faðmi fjalla blárra Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 24 Ár: 1968 1. Blandaður kór – Í faðmi fjalla blárra 2. Blandaður kór – Íslands fáni 3. Karlakór Ísafjarðar – Nú sefur jörðin sumargræn 4. Karlakór Ísafjarðar – Litla skáld á grænni grein 5. Karlakór Ísafjarðar – Þér kæra sendir kveðju…

Karlakór K.F.U.M. (1911-36)

Starf Kristilegra félagra ungra manna og kvenna (KFUM & K) hefur verið með ýmsum hætti í gegnum tíðina og á sínum tíma voru starfandi kórar meðal hvors félags, þó ekki á sama tíma. Karlakór K.F.U.M. starfaði töluvert á undan og var undanfari karlakórsins Fóstbræðra en kórinn átti sér einnig sjálfur undanfara. Allt frá 1911 hafði…

Karlakór K.F.U.M. – Efni á plötum

Karlakór K.F.U.M. [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1003 Ár: 1930 1. Söngfuglarnir 2. Um sumardag Flytjendur: Karlakór K.F.U.M. – söngur undir stjórn Jóns Halldórssonar Jón Guðmundsson – einsöngur     Karlakór K.F.U.M. [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1004 Ár: 1930 1. Álfafell 2. Hlíðin mín fríða Flytjendur: Karlakór K.F.U.M. – söngur…

Karlakór Miðneshrepps (1951-54 / 1963-64)

Upplýsingar um Karlakór Miðneshrepps (stundum einnig nefndur Karlakór Miðnesinga) eru af afar skornum skammti, svo virðist sem kórinn hafi starfað annars vegar á árunum milli 1951 og 54, hins vegar 1963-64. Miðneshreppur er nú á dögum nefndur Sandgerðisbær dags daglega. Þrátt fyrir að kórinn hafi ekki mörg starfsár að baki komu margir stjórnendur við sögu…

Karlakór Mývatnssveitar [1] (1908-21)

Karlakór Mývatnssveitar undir stjórn Sigfúsar Hallgrímssonar í Vogum starfaði í Mývatnssveit fyrir margt löngu. Sá kór var lagður niður um það leyti sem annar karlakór var stofnaður í sveitinni árið 1921. Litlar upplýsingar er að finna um þennan kór, hann starfaði líklega á árunum 1908-21 og gæti hafa verið einnig kirkjukór sveitarinnar um tíma.

Karlakór Mývatnssveitar [2] (1921-72)

Karlakór Mývatnssveitar (oft einnig kallaður Karlakór Mývetninga) starfaði í ríflega hálfa öld fyrir norðan en sami stjórnandi kórsins stýrði honum í þrjátíu og sex ár. Það var Jónas Helgason hreppstjóri frá Grænavatni í Mývatnssveit sem má segja að hafi verið aðalsprauta kórsins allt frá stofnun en hann var aðalhvatamaður að því að kórinn var yfir…

Karlakór Norðfjarðar [1] (1944-47)

Heimildir eru af skornum skammti um Karlakór Norðfjarðar hinn fyrri en hann starfaði á árunum 1944-47 undir stjórn Magnúsar Guðmundssonar. Ekki er ólíklegt að upphaf hans megi rekja til söngatriða á lýðveldishátíð í bænum.

Karlakór Norðfjarðar [2] (1959-68)

Karlakór Norðfjarðar hinn síðari starfaði í um áratug eftir því sem heimildir herma. Kórinn hóf æfingar haustið 1959 og æfði þann vetur en hélt sína fyrstu tónleika vorið 1960. Það var þó ekki fyrr en það sama haust að hann var formlega stofnaður, þá voru um þrír tugir söngfélaga í kórnum. Haraldur Guðmundsson var stjórnandi…

Karlakór Rangæinga [1] (1936)

Karlakór Rangæinga hinn fyrsti starfaði vorið 1936 en þá söng kórinn á skemmtun Rangæingafélagsins í Reykjavík. Engar upplýsingar er að finna um þennan kór, hversu lengi hann starfaði, hver var stjórnandi hans eða hvort hann starfaði jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.

Karlakór Rangæinga [2] (1947-58)

Karlakór var starfandi í Rangárvallasýslu á árunum 1947-58. Kórinn tók reyndar ekki til starfa fyrr en haustið 1948 og var Jónas Helgason kórstjóri hans frá upphafi og að minnsta kosti til 1956 þegar hann flutti af svæðinu, ekki liggur þá fyrir hver stýrði kórnum síðustu tvö árin. Þegar Karlakór Rangæinga gekk í Samband íslenskra karlakóra…

Karlakór Reykdæla (1931-75)

Reykjadalur í Suður-Þingeyjasýslu er langt frá því að vera þéttbýlasti hreppur landsins en þar starfaði þó karlakór í áratugi. Karlakór Reykdæla var stofnaður fyrir tilstuðlan Jóns Sigfússonar frá Halldórsstöðum í Reykjadal árið 1931. Sjálfur stjórnaði Jón kórnum í upphafi en síðan tók Páll H. Jónsson kennari á Laugum við því starfi og gegndi því allt…

Karlakór Ólafsfjarðar (1934-76)

Karlakór starfaði lengi vel á Ólafsfirði, og var eins og víðast annars staðar stór hluti af menningarlífi bæjarins. Það voru Albert Þorvaldsson, Theódór Árnason og fleiri sem fóru fyrir því að karlakór var stofnaður á Ólafsfirði í desember 1934 en Theódór var þá tiltölulega nýkominn til starfa sem læknir í bænum. Hann varð fyrsti stjórnandi…

Karlakór Reykhverfinga (1938-44)

Karlakór var starfandi í Reykjahverfi í Þingeyjasýslu á fyrri hluta síðustu aldar. Karlakór Reykhverfinga var fámennur kór í fámennum hreppi, lengst af þó um tuttugu manns. Kórinn mun hafa verið starfræktur í um áratug en ekki liggja fyrir upplýsingar um nákvæmlega hvenær, þó er ljóst að hann starfaði á árunum 1938-44. Það mun hafa verið…

Afmælisbörn 6. desember 2015

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fjörutíu og fimm ára á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni en í dag gegnir hann starfi framkvæmdastjóra…