Afmælisbörn 6. desember 2015

Grímur Atlason

Grímur Atlason

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag:

Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fjörutíu og fimm ára á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni en í dag gegnir hann starfi framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.

Steingrímur Þórhallsson tónskáld, organisti og kórstjóri er fjörutíu og eins árs í dag, Steingrímur sem hefur einnig gengið undir nafninu Stein Thor, sigraði í alþjóðlegri dægurlagasamkeppni undir því nafni en hann hefur einnig starfað í sönghópnum Rinascente sem sérhæfði sig í tónlist frá endurreisnartímanum og SMS-tríóinu sem lagði áherslu á barrokk tónlist. Það kemur því nokkuð á óvart að Steingrímur var meðal þeirra sem skipuðu hljómsveitina Reggae in ice í upphafi.