K.F.U.M. kvartettinn (1909-10)

engin mynd tiltækK.F.U.M. kvartettinn var söngkvartett, stofnaður innan K.F.U.M. 1909 og starfaði í eitt ár. Fyrirmyndin að stofnun hans var kvartettinn Fóstbræður sem þá starfaði í Reykjavík.

Meðlimir K.F.U.M. kvartettsins voru Sigurbjörn Þorkelsson (síðar kenndur við verslunina Vísi), Loftur Guðmundsson (síðar ljósmyndari), Stefán Ólafsson og Hallur Þorleifsson.