Slagarasveitin (1986-)

Slagarasveitin er hljómsveit sem hefur verið starfrækt frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega starfaði hún á Hvammstanga en hefur á síðustu árum gert út frá höfuðborgarsvæðinu, sveitin hefur þó fjarri því starfað samfleytt og áður en meðlimir hennar fóru á fullt skrið aftur var hún í fimmtán ára pásu þar á undan.…

Skuggar [7] (1964-67)

Skólahljómsveit í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði á árunum 1964-67 undir nafninu Skuggar en fáum árum fyrr hafði starfað þar sams konar sveit undir sama nafni, hér er umfjöllunum um sveitirnar haldið aðskildum enda voru þær ekki skipaðar sömu meðlimum. Skólahljómsveitir höfðu líklega verið starfandi nokkuð samfleytt við skólann á sjöunda áratugnum en Skuggar munu hafa…

Múspell (1993-)

Margt er óljóst varðandi dauðarokkssveitina Múspell, hún birtist fyrst í Músíktilraunum 1993 en hvarf svo af sjónarsviðinu til fjölda ára, var þá að öllum líkindum ekki starfandi en birtist aftur skömmu eftir aldamót og hefur síðan þá komið nokkuð reglulega fram án þess að hægt sé sagt að segja að hún hafi starfað samfleytt til…

Burp corpse (1993-94)

Burp corpse var dauðarokkssveit frá Selfossi sem eins konar forveri Múspells og Ámsvartna. Sveitin var stofnuð 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi Stefán Ólafsson söngvari og Magnús Halldór Pálsson bassaleikari en Atli [?] gítarleikari og Rúnar Már Geirsson trommuleikari bættust fljótlega í hópinn. Einhver tími leið þar til Ólafur Á. Másson gítarleikari kom inn…

K.F.U.M. kvartettinn (1909-10)

K.F.U.M. kvartettinn var söngkvartett, stofnaður innan K.F.U.M. 1909 og starfaði í eitt ár. Fyrirmyndin að stofnun hans var kvartettinn Fóstbræður sem þá starfaði í Reykjavík. Meðlimir K.F.U.M. kvartettsins voru Sigurbjörn Þorkelsson (síðar kenndur við verslunina Vísi), Loftur Guðmundsson (síðar ljósmyndari), Stefán Ólafsson og Hallur Þorleifsson.

Heift (2000)

Heift var ein þeirra rappsveita sem keppti í músíktilraunum 2000, hún komst þó ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Atli Viðar Þorsteinsson sem titlaður var söngvari og bjögunarmaður, Anton Ívarsson tölvuleikari, Stefán Ólafsson rappari og skratsari og Ragnar Pétursson öskrari.

RLR (1999)

Rappdúettinn RLR kom frá Selfossi og Reykjavík, og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1999. Dúettinn skipuðu þeir Georg K. Hilmarsson rappari og Stefán Ólafsson rappari og dj. Þeir félagar fengu verðlaun fyrir besta rappið í tilraununum en komust ekki í úrslit.