Karlakór Rangæinga [2] (1947-58)

Karlakór Rangæinga [1]

Karlakór Rangæinga

Karlakór var starfandi í Rangárvallasýslu á árunum 1947-58. Kórinn tók reyndar ekki til starfa fyrr en haustið 1948 og var Jónas Helgason kórstjóri hans frá upphafi og að minnsta kosti til 1956 þegar hann flutti af svæðinu, ekki liggur þá fyrir hver stýrði kórnum síðustu tvö árin.

Þegar Karlakór Rangæinga gekk í Samband íslenskra karlakóra 1951 var hann í blaðaumfjöllunum sagður vera frá Hellu, meðlimir hans hljóta þó að hafa komið mjög víða að úr sýslunni þar sem byggðakjarninn Hella var ekki ýkja stór á þessum árum.

Karlakór Rangæinga söng iðulega án undirleiks á söngskemmtunum sínum.