Karlakór Rangæinga [1] (1936)

Karlakór Rangæinga hinn fyrsti starfaði vorið 1936 en þá söng kórinn á skemmtun Rangæingafélagsins í Reykjavík. Engar upplýsingar er að finna um þennan kór, hversu lengi hann starfaði, hver var stjórnandi hans eða hvort hann starfaði jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.

Karlakór Rangæinga [2] (1947-58)

Karlakór var starfandi í Rangárvallasýslu á árunum 1947-58. Kórinn tók reyndar ekki til starfa fyrr en haustið 1948 og var Jónas Helgason kórstjóri hans frá upphafi og að minnsta kosti til 1956 þegar hann flutti af svæðinu, ekki liggur þá fyrir hver stýrði kórnum síðustu tvö árin. Þegar Karlakór Rangæinga gekk í Samband íslenskra karlakóra…