Karlakórinn Ernir [1] (1934-35)

engin mynd tiltækKarlakórinn Ernir var starfræktur í Hafnarfirði um tveggja ára skeið á fjórða áratug síðustu aldar.

Forsaga kórsins er sú að Karlakórinn Þrestir úr Hafnarfirði hafði verið í pásu í einhvern tíma þegar nokkrir félagar úr kórnum, sem voru í verkalýðsfélaginu Hlíf í Firðinum, ákváðu árið 1931 að stofna kór í anda karlakóra verkamanna og kölluðu hann 1. maí. Sá kór starfaði um þriggja ára skeið undir því nafni en 1934 var baráttuhljóðið að mestu farið úr mönnum og var hann því endurnefndur og hét eftir það Karlakórinn Ernir. Þá voru líklega aðrir en félagar úr Hlíf einnig komnir í kórinn. Jón Ísleifsson var stjórnandi Arna.

Ernir störfuðu í ríflega eitt ár undir því nafni áður en Þrestir voru vaktir upp af svefni, og gengu því flestir söngmennirnir til liðs við þann kór. Í kjölfarið voru dagar Arna taldir.