MARI(A) (1983)

Hljómsveit sem bar nafnið MARI(A) (upphaflega Maria) starfaði á Seyðisfirði árið 1983 og var skipuð ungum tónlistarkonum.

Sveitina skipuðu fimm vinkonur á unglingsaldri og bar hún upphafsstafi meðlima sinna, sem voru Mekkín [Árnadóttir?], Auður [Brynjarsdóttir?], Regína [?], Ingunn Gylfadóttir og Auður [?]. Ástæða þess að síðara A-ið er innan sviga mun vera sú að önnur Auður-in fluttist í burtu.

Fyrir liggur að Ingunn Gylfadóttir lék á trommur í MARI(A) en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra hljóðfæraskipan sveitarinnar, né staðfest föðurnöfn hinna meðlima hennar, og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum sem og líftíma sveitarinnar.