Afmælisbörn 6. júlí 2019

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sextíu og átta ára gamall. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn, Sléttuúlfana, Trúbrot,…