Mamma var Rússi (1986-88)

Mamma var Rússi starfaði í um eitt og hálft ár á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar, meðlimir hennar komu mestmegnis úr pönkhljómsveitinni Fræbbblunum sem þá hafði hætt störfum. Sveitin var stofnuð sumarið 1986 og voru meðlimir hennar Stefán Guðjónsson trommuleikari, Arnór Snorrason gítarleikari, Tryggvi Þór Tryggvason gítarleikari, Valgarður Guðjónsson söngvari, Árni Daníel Júlíusson bassaleikari,…

Maraþon (1980-81)

Hljómsveit að nafni Maraþon starfaði í Hveragerði 1980 og 81. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Jónas Þórðarson bassaleikari, Kjartan Busk trommuleikari, Ingvar Bjarnason hljómborðsleikari, Kristján Theódórsson píanó- og gítarleikari, Sæmundur Pálsson gítarleikari og Björn Eiríksson söngvari. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.

Maranatha (1981)

Hljómveitin Maranatha starfaði í nokkra mánuði árið 1981, ein heimild sem hana hafa leikið gospelrokk og var hún sögð fyrst sinnar tegundar hérlendis. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðrik Steinn Stefánsson hljómborðsleikari, Hafþór Hafsteinsson trommuleikari, Hannes Hilmarsson bassaleikari, John Hansen söngvari og Sigurður Kristinsson gítarleikari. Upphaflega var annar bassaleikari en ekki liggur fyrir nafnið á honum.

Manuela Wiesler – Efni á plötum

Manuela Wiesler og Julian Dawson Lyell – Manuela Wiesler flauta / Julian Dawson Lyell píanó Útgefandi: Steinhljóð Útgáfunúmer: RÖÐ 1001 Ár: 1979 1. Divertimento 2. Intermezzo úr Dimmalimm 3. Chant du Linos 4. Sonatine 5. Calais Flytjendur: Manuela Wiesler – flauta Julian Dawson Lyell – píanó Manuela Wiesler – Sumartónleikar í Skálholtskirkju / Summer concert…

Manuela Wiesler (1955-2006)

Austurríski flautuleikarinn Manuela Wiesler bjó hér á landi um árabil, hún var heimsþekkt í sínum geira tónlistarinnar og átti stóran þátt í útbreiðslu flaututónlistarinnar hér á landi. Fjölmargar plötur komu út með flautuleik hennar. Manuela fæddist í Brasilíu árið 1955 en foreldrar hennar sem voru austurrískir bjuggu þar og störfuðu um tíma. Hún ólst þó…

Mamma var Rússi – Efni á plötum

Mamma var Rússi – Draugar Útgefandi: Rokkfræðsluþjónustan Útgáfunúmer: Rokkfræðsluþjónustan 006 Ár: 1987 1. Innlent nafn 2. Heilræði að vísu, en… 3. Ungt fólk með hausverk 4. Bræður 5. Við rakaðan spámannin 6. Fjall 7. Anarchy for (almost) everyone Flytjendur: Árni Daníel Júlíusson – bassi og söngur Stefán Karl Guðjónsson – trommur Arnór Snorrason – gítar…

Margrét Ólafsdóttir (1939-)

Margrét Ólafsdóttir telst með fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands en í takt við tíðaranda þess tíma hvarf hún fljótlega af sjónarsviðinu til að sinna fjölskyldu og börnum. Margrét fæddist 1939 í Reykjavík og þegar ungir og efnilegir söngvarar fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína við undirleik hljómsveita á skemmtunum upp úr miðjum sjötta áratugnum þegar…

MARI(A) (1983)

Hljómsveit sem bar nafnið MARI(A) (upphaflega Maria) starfaði á Seyðisfirði árið 1983 og var skipuð ungum tónlistarkonum. Sveitina skipuðu fimm vinkonur á unglingsaldri og bar hún upphafsstafi meðlima sinna, sem voru Mekkín [Árnadóttir?], Auður [Brynjarsdóttir?], Regína [?], Ingunn Gylfadóttir og Auður [?]. Ástæða þess að síðara A-ið er innan sviga mun vera sú að önnur…

Magnús Jónsson [1] (1928-2002)

Magnús Jónsson óperusöngvari var um tíma einn kunnasti söngvari landsins en hann gerði garðinn frægan í Danmörku þar sem hann starfaði í um áratug á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Magnús fæddist í Reykjavík 1928 en var af þingeyskum tónelskum ættum og t.a.m. var náskyldur Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara. Hann ólst upp í Reykjavík og…

Maria Lagarde – Efni á plötum

Alfreð Clausen og Maria La-Garde [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 58 Ár: 1954 1. Síðasti dansinn 2. This is a beautiful music to love by Flytjendur: Alfreð Clausen – söngur Maria La-Garde – söngur hljómsveit Carls Billich: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Alfreð Clausen, Ingibjörg Þorbergs og Maria La-Garde Útgefandi: Íslenzkir tónar…

Maria Lagarde (1927-76)

Danska leik- og söngkonan Maria Lagarde (einnig ritað La-Garde) (1927-76) kom hingað til lands sumarið 1954 eftir að hafa verið á tónleikaferðalagi um Þýskaland, og skemmti hér í nokkrar vikur við miklar vinsældir við undirleik Hljómsveitar Carls Billich. Hún söng lög á ýmsum tungumálum og var það sérstaklega auglýst að hún myndi syngja lagið Vökudraumar…

Magnús Magnússon [1] (?)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Magnús Magnússon sem um miðjan sjötta áratug síðustu aldar vakti nokkra athygli fyrir sönghæfileika. Magnús var einn ellefu söngvara sem stigu á stokk í eins konar hæfileikakeppni í Austurbæjarbíói sumarið 1955 en þar öttu kappi ungir og efnilegir söngvarar á aldrinum sextán til tuttugu og fimm ára undir…

Magnús Jónsson [1] – Efni á plötum

Óperettan Í álögum (Spellbound: An operette in four acts) – úr óperettu Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 29 Ár: 1957 1. Act one – Scene: The sub-governor‘s home at Dalur 2. Act two – Scene: A warehouse 3. Act three – Scene: In the mountains 4. Act four – Scene: The sub-governor‘s home Flytjendur:…

Afmælisbörn 20. júlí 2019

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sextíu og níu ára gamall á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með…