Magnús Eiríksson (1945-)

Nafn Magnúsar Eiríkssonar kemur jafnan upp þegar talað er um fremstu tónlistarmenn íslenskrar tónlistarsögu og ekki síst þegar það berst að laga- og textahöfundum en Magnús á líklega einhvers konar met þegar kemur að stórsmellum og sígildum popplögum, sem skipta tugum í meðförum ýmissa listamanna. Ekki liggja fyrir neinar opinberar tölur um útgefin lög og…

Magnús Guðmundsson (1925-91)

Magnús Guðmundsson frá Hvítárbakka í Borgarfirði var líklega þekktastur fyrir annað en tónlist en eftir hann liggur ein hljómplata þar sem hann syngur Gluntasöngva ásamt Ásgeiri Hallssyni. Magnús fæddist 1925, nam við héraðsskólann í Reykholti og síðar við Verzlunarskóla Íslands en starfaði eftir stúdentspróf fyrir SÍS, Flugfélag Íslands og Íslenska aðalverktaka í Danmörku og Bandaríkjunum…

Magnús Eiríksson – Efni á plötum

Magnús Eiríksson – Smámyndir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 036 Ár: 1982 1. Sigling 2. Þorparinn 3. Hvað um mig og þig 4. Reykjavíkurblús 5. Einn dag í senn 6. Smámyndir 7. Gummi og ég 8. Engan til að elska 9. Vals númer eitt 10. Gúmmítarzan Flytjendur: Magnús Eiríksson – söngur og gítarar Pálmi Gunnarsson –…

Magnús Guðmundsson – Efni á plötum

Ásgeir Hallsson og Magnús Guðmundsson – Gluntasöngvar Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 46 Ár: 1974 1. Fyrstu kynni 2. Í Uppsölum er bezt 3. Á tunglskinsnóttu 4. Sólarlag í Eikilundi 5. Fjör á Schylla 6. Kvöldstemming 7. Daginn eftir 8. Bölsýni og vorhugur 9. Örvænting Glúntans 10. Ánægjustund við arininn 11. Kvöld í kirkjugarðinum 12. Veizla…

Mandala (1980)

Hljómsveitin Mandala var ballsveit starfandi í Grundarfirði árið 1980, hugsanlega þó aðeins yfir sumartímann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Þ. Guðmundsson píanóleikari, Birgir Guðmundsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari (bróðir Birgis) og Ari Agnarsson trommuleikari, upplýsingar vantar um nafn söngvara sveitarinnar sem og starfstíma hennar og hugsanlegar mannabreytingar í henni.

Man (1994-96)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Man frá Mosfellsbæ sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994, komst þar í úrslit og var kjörin athyglisverðasta sveitin. Meðlimir Man voru þar Valdimar Kristjánsson trommuleikari, Steinar Gíslason gítarleikari og söngvari og Birgir Thorarensen bassaleikari og söngvari, reyndar mun Áslaug Kristjánsdóttir hafa verið söngkona í sveitinni einnig…

Magnús Ingimarsson (1933-2000)

Magnús Ingimarsson er að líkindum einn þekktasti tónlistarmaður á Íslandi sem mestmegnis starfaði á bak við tjöldin en hann lék á píanó og mörg önnur hljóðfæri, var hljómsveitastjóri, kórstjóri, laga- og textahöfundur, upptökustjóri en fyrst og fremst þó útsetjari sem flestir þekktustu tónlistarmenn landsins störfuðu með á sjöunda og áttunda áratugnum. Magnús fæddist árið 1933…

Mandólínhljómsveit Reykjavíkur (1943-49)

Mandólínshljómsveit Reykjavíkur starfaði í um hálfan áratug á fimmta áratug síðustu aldar og lék þá margsinnis á tónleikum. Sveitin var stofnuð haustið 1943 af Haraldi Guðmundssyni prentara en hann var stjórnandi hennar allan starfstíma hennar. Næstu fimm árin eða svo hélt sveitin tónleika fáeinum sinnum á ári en fjöldi meðlima var yfirleitt í kringum tuttugu,…

MAO (1986-88)

Ballhljómsveitin MAO (Meðal annarra orða) var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á síðari hluta níunda áratugarins og lék einkum á skemmtistöðum í Reykjavík, Evrópu og Broadway en einnig á skólaböllum og almennum dansleikjum. MAO var stofnuð í byrjun árs 1986, tilurð sveitarinnar var með nokkuð sérstökum hætti en þeir Sigurður Hrafn Guðmundsson gítarleikari og Olaf Forberg söngvari…

Manstu gamla daga? [safnplöturöð] – Efni á plötum

Manstu gamla daga?: 40 vinsæl lög frá 1952-1959 – Ýmsir (x2) Útgefandi: Íslenskir tónar Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2007 1. Alfreð Clausen – Manstu gamla daga 2. Svavar Lárusson – Ég vild’ ég væri 3. Soffía Karlsdóttir – Bílavísur 4. Sigurður Ólafsson – Meira fjör 5. Alfreð Clausen – Æskuminning 6. Haukur Morthens – Landleguvalsinn…

Manstu gamla daga? [safnplöturöð] (2007-10)

Íslenskir tónar (Sena) sendi frá sér fjórar plötur undir safnplöturaðar-titlinum Manstu gamla daga? fyrr á þessari öld. Þrjár platnanna voru tengdar tímabilum en sú fjórða innihélt jólalög, þær voru allar tvöfaldar og höfðu að geyma vinsæl lög frá árunum 1952-79. Að öllum líkindum var gert ráð fyrir fleiri plötum í seríunni en einungis fjórar komu…

Manhattan [1] (1993)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Manhattan sem mun hafa verið stofnuð upp úr Kandís haustið 1993, þ.m.t. meðlima- og hljóðfæraskipan hennar sem og starfstíma.

Marakvartettinn (1984-86 / 1990)

Strengjakvartett sem ýmist var nefndur Marakvartettinn eða Mararkvartettinn starfaði um skeið á níunda áratug síðustu aldar og lék aðallega dinnertónlist á veitingastaðnum Arnarhóli. Meðlimir kvartettsins voru Sean Bradley fiðluleikari, Martin Smith fiðluleikari, Anna McGuire lágfiðluleikari og Haukur F. Hannesson sellóleikari, þau voru öll í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Marakvartettinn kom líklega fyrst fram í tengslum við áramótadansleik…

Afmælisbörn 4. júlí 2019

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson en hann er orðinn sextugur og á því stórafmæli. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill, Wanted,…