Manstu gamla daga? [safnplöturöð] (2007-10)

Íslenskir tónar (Sena) sendi frá sér fjórar plötur undir safnplöturaðar-titlinum Manstu gamla daga? fyrr á þessari öld.

Þrjár platnanna voru tengdar tímabilum en sú fjórða innihélt jólalög, þær voru allar tvöfaldar og höfðu að geyma vinsæl lög frá árunum 1952-79.

Að öllum líkindum var gert ráð fyrir fleiri plötum í seríunni en einungis fjórar komu út.

Efni á plötum